Erlent

Nýr maður tengdur við hvarf Madeleine McCann

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Madeleine McCann hvarf árið 2007 þegar hún var í fríi með foreldrum sínum.
Madeleine McCann hvarf árið 2007 þegar hún var í fríi með foreldrum sínum.
Breskir rannsóknarlögreglumenn ætla að birta tölvuteikningar af manni sem grunaður er um aðild að hvarfi hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine McCann árið 2007.

Sjónarvottar hafa gefið greinargóða lýsingu á manninum, en en ekki hefur verið greint frá honum áður áður í tengslum við hvarfið. Að sögn þeirra sást til mannsins nálægt íbúð McCann-fjölskyldunnar í Praia da Luz um það leyti sem McCann hvarf.

Í frétt Sky News um málið segir að lögregla muni birta myndirnar á næstu dögum og í næstu viku verði frekari upplýsingar um hann gerðar opinberar. Þá verður þess óskað að fleiri sjónarvottar gefi sig fram, kannist þeir við manninn á myndunum, en þær eru sagðar mjög nákvæmar.

Í þættinum Crimewatch á BBC sem sýndur verður næsta mánudag verður fjallað um hvarf Madeleine. Breska lögreglan hefur rætt við yfir 440 einstaklinga og vonast hún til að þátturinn verði til þess að nýjar upplýsingar komi í ljós.

„Við erum þess fullviss að það sé fólk þarna úti sem geti varpað ljósi á hvarfi Madeleine,“ segja foreldarar Madeleine, Kate og Gerry McCann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×