Erfiðustu ár Alfreðs 16 til 18 ára - Blikar hættir að velja besta fólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2013 14:00 Alfreð Finnbogason. Mynd/NordicPhotos/Getty Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, skrifar í dag grein inn á heimasíðu félagsins þar sem hann útskýrir fyrir iðkendum og foreldrum af hverju Blikar hafa ákveðið að hætta að verðlauna besta og efnilegasta fólkið í yngri flokkum sínum. Breiðablik hélt uppskeruhátíð yngri flokka á dögunum en hún var með öðru sniði en áður. Leikmenn meistaraflokkanna Árni Vilhjálmsson, Sverrir Ingi Ingason, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Rakel Ýr Einarsdóttir, Guðjón Pétur Lýðsson og Tómas Óli Garðarsson afhentu þá þeim viðurkenningarskjöl sem voru að klára eldri ár í sínum flokkum. Daði vildi í framhaldinu segja iðkendum og foreldrum aðeins frá því af hverju Blikar eru hættir að veita verðlaun fyrir besta og efnilegasta leikmanninn og Blika ársins og erum byrjuð að útskrifa alla upp um flokk í staðinn. Hann notar sögu af ferli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar til að rökstyðja. "Alfreð komst ekki alltaf í liðið í þriðja flokki og hann var aldrei valinn í yngri landslið Íslands. Hann spilaði í 2. flokki Breiðabliks og í Augnabliki áður en hann varð fastamaður í meistaraflokki Breiðabliks. Alfreð sagðist hafa verið lítill og seinþroska og átti erfitt með að komast framhjá mönnum sem voru orðnir líkamlega sterkari. En Alfreð hætti aldrei og hann gafst aldrei upp. Í staðinn settist hann niður og setti sjálfum sér markmið þegar hann var 18 ára. Skömmu seinna var hann orðinn Íslands og bikarmeistari með Breiðabliki. Svo komst hann í 21 árs landsliðið sem komst í úrslit Evrópukeppninnar. Svo fór hann til Belgíu, Svíþjóðar og Hollands. Það verður spennandi að fylgjast með því hvert hann fer næst," skrifar Daði meðal annars. "Við þjálfararnir í Breiðabliki viljum hvetja okkar leikmenn til að halda alltaf áfram. Stundum tapar maður og stundum er maður ekki í liðinu. Stundum gengur manni ekki nógu vel og stundum er bara auðveldast að hætta. Það er erfitt að verða góður í fótbolta. Ef það væri auðvelt væru allir góðir í fótbolta. En það geta allir orðið betri. Maður þarf að mæta á æfingar, leggja sig fram og gera sitt besta. Þá fær maður mikið út úr fótbolta eins og öllu öðru sem maður gerir af öllu hjarta," skrifar Daði en það er hægt að lesa allan pistilinn með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, skrifar í dag grein inn á heimasíðu félagsins þar sem hann útskýrir fyrir iðkendum og foreldrum af hverju Blikar hafa ákveðið að hætta að verðlauna besta og efnilegasta fólkið í yngri flokkum sínum. Breiðablik hélt uppskeruhátíð yngri flokka á dögunum en hún var með öðru sniði en áður. Leikmenn meistaraflokkanna Árni Vilhjálmsson, Sverrir Ingi Ingason, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Rakel Ýr Einarsdóttir, Guðjón Pétur Lýðsson og Tómas Óli Garðarsson afhentu þá þeim viðurkenningarskjöl sem voru að klára eldri ár í sínum flokkum. Daði vildi í framhaldinu segja iðkendum og foreldrum aðeins frá því af hverju Blikar eru hættir að veita verðlaun fyrir besta og efnilegasta leikmanninn og Blika ársins og erum byrjuð að útskrifa alla upp um flokk í staðinn. Hann notar sögu af ferli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar til að rökstyðja. "Alfreð komst ekki alltaf í liðið í þriðja flokki og hann var aldrei valinn í yngri landslið Íslands. Hann spilaði í 2. flokki Breiðabliks og í Augnabliki áður en hann varð fastamaður í meistaraflokki Breiðabliks. Alfreð sagðist hafa verið lítill og seinþroska og átti erfitt með að komast framhjá mönnum sem voru orðnir líkamlega sterkari. En Alfreð hætti aldrei og hann gafst aldrei upp. Í staðinn settist hann niður og setti sjálfum sér markmið þegar hann var 18 ára. Skömmu seinna var hann orðinn Íslands og bikarmeistari með Breiðabliki. Svo komst hann í 21 árs landsliðið sem komst í úrslit Evrópukeppninnar. Svo fór hann til Belgíu, Svíþjóðar og Hollands. Það verður spennandi að fylgjast með því hvert hann fer næst," skrifar Daði meðal annars. "Við þjálfararnir í Breiðabliki viljum hvetja okkar leikmenn til að halda alltaf áfram. Stundum tapar maður og stundum er maður ekki í liðinu. Stundum gengur manni ekki nógu vel og stundum er bara auðveldast að hætta. Það er erfitt að verða góður í fótbolta. Ef það væri auðvelt væru allir góðir í fótbolta. En það geta allir orðið betri. Maður þarf að mæta á æfingar, leggja sig fram og gera sitt besta. Þá fær maður mikið út úr fótbolta eins og öllu öðru sem maður gerir af öllu hjarta," skrifar Daði en það er hægt að lesa allan pistilinn með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti