Læðan Nuk verður ekki aflífuð Kristján Hjálmarsson skrifar 26. september 2013 11:14 Fáir kettir hafa valdið jafn miklum usla á Íslandi og læðan Nuk. Læðan Nuk, sem slapp úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags, verður ekki aflífuð heldur tekin í ítarlega heilbrigðisskoðun og sýni tekin úr henni til rannsóknar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.Eins og fram hefur komið fannst læðan aðeins nokkur hundruð metra frá flugvélinni. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að aflað verði nákvæmra upplýsinga um heilsufar læðunnar, bólusetningar og á hvaða stöðum hún hefði verið undanfarna tvo mánuði. Á grundvelli þessara upplýsinga og þess að líklegt má teljast að læðan hafi ekki komist í nána snertingu við aðra ketti og litlar líkur taldar á að smitsjúkdómar sem ekki eru til staðar hér á landi hafi borist til landsins við þetta óhapp. Stofnunin mun, í varúðarskyni, gera heilbrigðisskoðun á læðunni og taka úr henni sýni til rannsókna. Í lögum um innflutning dýra segir að dýrum sem flutt eru inn án heimildar skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af. Tilgangur laganna er að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. Í ljósi atvika í þessu tiltekna máli er ljóst að ekki var verið að flytja læðuna inn til landsins og óhapp var þess valdandi að hún slapp út úr flugvélinni. Matvælastofnun lítur því svo á að ekki sé þörf á að fara fram á aflífun á dýrinu og hefur ákveðið að heimila eiganda þess að fara með það úr landi. Tengdar fréttir Kötturinn Nuk fundinn: "Ég er mjög hamingjusöm“ Danski kötturinn Nuk, sem hefur verið leitað að síðasta sólarhring, er kominn í leitirnar og er hann heill á húfi. 25. september 2013 21:11 "Finnið hana“ Dönsk kona sem týndi kettinum sínum á Reykjavíkurflugvelli biðlar til Íslendinga um að finna köttinn og heitir fundarlaunum fyrir. 24. september 2013 18:30 Heitir fundarlaunum fyrir Nuk: Köttur strauk úr einkaþotu Hátt í tíu manns hafa leitað frá því í morgun að kettinum Nuk sem slapp úr einkaþotu sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli. Eigandinn heitir fundarlaunum. 24. september 2013 15:35 Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Yfirtollvörður segir embættið ætla að endurskoða verklag við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. 26. september 2013 08:47 Eiganda Nuk kom ekki dúr á auga: „Ég er mjög áhyggjufull“ „Ég svaf kannski í eina klukkustund í nótt. Ég er mjög áhyggjufull,“ segir Susanne Alsing, eigandi kattarins Nuk sem strauk úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fyrrinótt. 25. september 2013 09:05 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Læðan Nuk, sem slapp úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags, verður ekki aflífuð heldur tekin í ítarlega heilbrigðisskoðun og sýni tekin úr henni til rannsóknar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.Eins og fram hefur komið fannst læðan aðeins nokkur hundruð metra frá flugvélinni. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að aflað verði nákvæmra upplýsinga um heilsufar læðunnar, bólusetningar og á hvaða stöðum hún hefði verið undanfarna tvo mánuði. Á grundvelli þessara upplýsinga og þess að líklegt má teljast að læðan hafi ekki komist í nána snertingu við aðra ketti og litlar líkur taldar á að smitsjúkdómar sem ekki eru til staðar hér á landi hafi borist til landsins við þetta óhapp. Stofnunin mun, í varúðarskyni, gera heilbrigðisskoðun á læðunni og taka úr henni sýni til rannsókna. Í lögum um innflutning dýra segir að dýrum sem flutt eru inn án heimildar skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af. Tilgangur laganna er að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. Í ljósi atvika í þessu tiltekna máli er ljóst að ekki var verið að flytja læðuna inn til landsins og óhapp var þess valdandi að hún slapp út úr flugvélinni. Matvælastofnun lítur því svo á að ekki sé þörf á að fara fram á aflífun á dýrinu og hefur ákveðið að heimila eiganda þess að fara með það úr landi.
Tengdar fréttir Kötturinn Nuk fundinn: "Ég er mjög hamingjusöm“ Danski kötturinn Nuk, sem hefur verið leitað að síðasta sólarhring, er kominn í leitirnar og er hann heill á húfi. 25. september 2013 21:11 "Finnið hana“ Dönsk kona sem týndi kettinum sínum á Reykjavíkurflugvelli biðlar til Íslendinga um að finna köttinn og heitir fundarlaunum fyrir. 24. september 2013 18:30 Heitir fundarlaunum fyrir Nuk: Köttur strauk úr einkaþotu Hátt í tíu manns hafa leitað frá því í morgun að kettinum Nuk sem slapp úr einkaþotu sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli. Eigandinn heitir fundarlaunum. 24. september 2013 15:35 Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Yfirtollvörður segir embættið ætla að endurskoða verklag við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. 26. september 2013 08:47 Eiganda Nuk kom ekki dúr á auga: „Ég er mjög áhyggjufull“ „Ég svaf kannski í eina klukkustund í nótt. Ég er mjög áhyggjufull,“ segir Susanne Alsing, eigandi kattarins Nuk sem strauk úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fyrrinótt. 25. september 2013 09:05 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Kötturinn Nuk fundinn: "Ég er mjög hamingjusöm“ Danski kötturinn Nuk, sem hefur verið leitað að síðasta sólarhring, er kominn í leitirnar og er hann heill á húfi. 25. september 2013 21:11
"Finnið hana“ Dönsk kona sem týndi kettinum sínum á Reykjavíkurflugvelli biðlar til Íslendinga um að finna köttinn og heitir fundarlaunum fyrir. 24. september 2013 18:30
Heitir fundarlaunum fyrir Nuk: Köttur strauk úr einkaþotu Hátt í tíu manns hafa leitað frá því í morgun að kettinum Nuk sem slapp úr einkaþotu sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli. Eigandinn heitir fundarlaunum. 24. september 2013 15:35
Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Yfirtollvörður segir embættið ætla að endurskoða verklag við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. 26. september 2013 08:47
Eiganda Nuk kom ekki dúr á auga: „Ég er mjög áhyggjufull“ „Ég svaf kannski í eina klukkustund í nótt. Ég er mjög áhyggjufull,“ segir Susanne Alsing, eigandi kattarins Nuk sem strauk úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fyrrinótt. 25. september 2013 09:05