Hólmfríður: Við erum líka með svakalega varnarmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 16:00 Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Valli Hólmfríður Magnúsdóttir missti af síðasta landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði 0-4 í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð en hún var þá í leikbanni. Hólmfríður verður hinsvegar í eldlínunni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. „Það var erfitt fyrir mig að fá ekki að vera með á móti Svíum á EM en núna er bara komin ný keppni og hin keppnin er löngu búin," sagði Hólmfríður. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og ætlar sér greinilega að komast á stórmót í fyrsta sinn. „Ég er ekkert að spá í því. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik og eigum ekkert að vera spá í öðrum úrslitum. Það eru skemmtilegustu leikirnir þegar við fáum að spila á móti sterkum liðum og þetta verður gott verkefni fyrir okkur," sagði Hólmfríður. Freyr Alexandersson er að stýra íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld og þá mun Katrín Jónsdóttir spila sinn síðasta landsleik. „Við náum alveg að halda einbeitingu," svara Hólmfríður strax og bætir svo við: „Það er alveg nýtt starfslið í kringum liðið og það eru mjög spennandi tímar framundan. Ég er ekki búin að sjá miklar breytingar en Freyr kemur með sínar áherslur þó að hann vilji ekki gera of mikið á stuttum tíma," sagði Hólmfríður. Hólmfríður hefur spilað lengstum á vinstri kantinum með landsliðinu en er hún hugsanlega á leiðinni í framlínuna hjá Frey? „Það getur vel verið eða kannski að hann setji mig í bakvörðinn. Ég veit það ekki. Ég verð bara að standa mig á æfingum og sjá síðan til hvaða hlutverk ég fæ," segir Hólmfríður. „Ég veit ekki mikið um þetta svissneska lið en ég veit að við þurfum bara að vera fastar fyrir og nýta okkar fljótu kantmenn í góðum skyndisóknum," segir Hólmfríður. Hún hefur ekki áhyggjur af svakalegri sóknarlínu Sviss. „Við erum líka með svakalega varnarmenn þannig að þetta verður ekki mikið mál. Þetta verður samt gríðarlega erfiður leikur og við þurfum að spila okkar besta leik. Það hefur líka verið þannig að það er erfitt að koma hingað og ná í stig af okkur. Það er mjög mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel og ná í fyrstu þrjú stigin," sagði Hólmfríður að lokum. Leikurinn við Sviss hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir missti af síðasta landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði 0-4 í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð en hún var þá í leikbanni. Hólmfríður verður hinsvegar í eldlínunni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. „Það var erfitt fyrir mig að fá ekki að vera með á móti Svíum á EM en núna er bara komin ný keppni og hin keppnin er löngu búin," sagði Hólmfríður. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og ætlar sér greinilega að komast á stórmót í fyrsta sinn. „Ég er ekkert að spá í því. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik og eigum ekkert að vera spá í öðrum úrslitum. Það eru skemmtilegustu leikirnir þegar við fáum að spila á móti sterkum liðum og þetta verður gott verkefni fyrir okkur," sagði Hólmfríður. Freyr Alexandersson er að stýra íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld og þá mun Katrín Jónsdóttir spila sinn síðasta landsleik. „Við náum alveg að halda einbeitingu," svara Hólmfríður strax og bætir svo við: „Það er alveg nýtt starfslið í kringum liðið og það eru mjög spennandi tímar framundan. Ég er ekki búin að sjá miklar breytingar en Freyr kemur með sínar áherslur þó að hann vilji ekki gera of mikið á stuttum tíma," sagði Hólmfríður. Hólmfríður hefur spilað lengstum á vinstri kantinum með landsliðinu en er hún hugsanlega á leiðinni í framlínuna hjá Frey? „Það getur vel verið eða kannski að hann setji mig í bakvörðinn. Ég veit það ekki. Ég verð bara að standa mig á æfingum og sjá síðan til hvaða hlutverk ég fæ," segir Hólmfríður. „Ég veit ekki mikið um þetta svissneska lið en ég veit að við þurfum bara að vera fastar fyrir og nýta okkar fljótu kantmenn í góðum skyndisóknum," segir Hólmfríður. Hún hefur ekki áhyggjur af svakalegri sóknarlínu Sviss. „Við erum líka með svakalega varnarmenn þannig að þetta verður ekki mikið mál. Þetta verður samt gríðarlega erfiður leikur og við þurfum að spila okkar besta leik. Það hefur líka verið þannig að það er erfitt að koma hingað og ná í stig af okkur. Það er mjög mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel og ná í fyrstu þrjú stigin," sagði Hólmfríður að lokum. Leikurinn við Sviss hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira