Heyrnarlausir fá ekki túlka: "Við upplifum okkur eins og í fangelsi" Hrund Þórsdóttir skrifar 14. september 2013 18:30 Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, getur ekki fengið túlk í afmæli dóttur sinnar, Anítu Dísar. Félag heyrnarlausra hefur lýst þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í bréfi til menntamálaráðherra, sem hefur tilkynnt að ráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf fyrir aukið fjármagn til túlkaþjónustu. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Þetta hefur miklar hindranir í för með sér og flestir tala um að þeir upplifi þetta eins og þeir séu bara settir ofan í skúffu, eða í fangelsi, þangað til þetta mál leysist. Við erum virkir þjóðfélagsþegnar og viljum vera það. Við erum í vinnu og borgum skatta eins og hver annar. Við viljum taka þátt í lífi barnanna okkar og vera jafngild öðrum í samfélaginu,“ segir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Þjónustu með textasíma var nýlega lokað og nú hefur nýtilkomnum myndsíma einnig verið lokað, þar sem sjóðurinn sem nú er uppurinn var notaður til að fjármagna hann. Heyrnarlausir hafa því enga möguleika á að hringja sem skapar oft vanda í daglegu lífi. Heiðdís segir vanta sex til tíu milljónir til að tryggja túlkaþjónustu út árið. „Ég vil biðja um að þetta verði leyst strax og þetta verði leyst til frambúðar,“ segir hún. Eiginmaður Heiðdísar, Arnar Ægisson, sem einnig er heyrnarlaus, var að hefja störf á nýjum vinnustað en þegar hann bað um túlk til að hjálpa sér að komast inn í nýju vinnuna, fékk hann þau svör að sjóðurinn væri tómur. „Það var rosalega óþægilegt að vera kominn á nýjan vinnustað og í nýjar aðstæður þar sem ég þekkti engan. Ég vissi ekkert hvar ég ætti að byrja eða hvað ég ætti að gera,“ segir hann. Arnar segir túlkaþjónustu kosta um tíu þúsund krónur á tímann. „Þannig að ég átti ekki peninga fyrir þessu. Ég gæti þurft túlk oftar en í þetta eina sinn og ég ræð ekki við það,“ segir hann. Að taka túlkaþjónustu af heyrnarlausum, má líkja við það að taka hjólastól frá farlama einstaklingi. Og þá má spyrja sig, er það ásættanlegt? Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Félag heyrnarlausra hefur lýst þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í bréfi til menntamálaráðherra, sem hefur tilkynnt að ráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf fyrir aukið fjármagn til túlkaþjónustu. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Þetta hefur miklar hindranir í för með sér og flestir tala um að þeir upplifi þetta eins og þeir séu bara settir ofan í skúffu, eða í fangelsi, þangað til þetta mál leysist. Við erum virkir þjóðfélagsþegnar og viljum vera það. Við erum í vinnu og borgum skatta eins og hver annar. Við viljum taka þátt í lífi barnanna okkar og vera jafngild öðrum í samfélaginu,“ segir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Þjónustu með textasíma var nýlega lokað og nú hefur nýtilkomnum myndsíma einnig verið lokað, þar sem sjóðurinn sem nú er uppurinn var notaður til að fjármagna hann. Heyrnarlausir hafa því enga möguleika á að hringja sem skapar oft vanda í daglegu lífi. Heiðdís segir vanta sex til tíu milljónir til að tryggja túlkaþjónustu út árið. „Ég vil biðja um að þetta verði leyst strax og þetta verði leyst til frambúðar,“ segir hún. Eiginmaður Heiðdísar, Arnar Ægisson, sem einnig er heyrnarlaus, var að hefja störf á nýjum vinnustað en þegar hann bað um túlk til að hjálpa sér að komast inn í nýju vinnuna, fékk hann þau svör að sjóðurinn væri tómur. „Það var rosalega óþægilegt að vera kominn á nýjan vinnustað og í nýjar aðstæður þar sem ég þekkti engan. Ég vissi ekkert hvar ég ætti að byrja eða hvað ég ætti að gera,“ segir hann. Arnar segir túlkaþjónustu kosta um tíu þúsund krónur á tímann. „Þannig að ég átti ekki peninga fyrir þessu. Ég gæti þurft túlk oftar en í þetta eina sinn og ég ræð ekki við það,“ segir hann. Að taka túlkaþjónustu af heyrnarlausum, má líkja við það að taka hjólastól frá farlama einstaklingi. Og þá má spyrja sig, er það ásættanlegt?
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira