Erlent

Ár fjöldamorða í Bandaríkjunum

Jón Júlíus Karlsson skrifar

Alls hafa 17 fjöldamorð verið framin í Bandaríkjunum í ár. 82 hafa látið lífið í þessum fjöldamorðum. Huffington Post greinir frá þessu. 12 manns féllu fyrir hendi Bandaríkjamannsins Aaron Alexis í Washington á mánudag eftir að hann hóf skothríð inni í stjórnstöð bandaríska sjóhersins. Alexis lét sjálfur lífið eftir átök við lögreglu. Þegar ekki eru níu mánuðir liðinir af árinu hafa orðið 17 skotárásir sem flokkast sem fjöldamorð.

Bandaríska alríkislögreglan flokkar það sem fjöldamorð þegar fjórir eða fleiri falla fyrir hendi árásamanns/manna. 17 skotárásir flokkast undir þessa skilgreiningu það sem af er þessu ári. 17 féllu í fjöldamorðum í ágústmánuði og 16 hafa fallið í september.

Í desember á síðasta ári létust 27 eftir að árásamaður hóf skothríð í barnaskólanum Sandy Hook í Newtown, Connecticut. Árásamaðurinn féll svo í skotbardaga við lögreglu.

Alls hafa 24.580 Bandaríkjamenn látist af völdum skotvopna frá skotárásinni í Newtown í desember síðasliðnum. Huffington Post hefur tekið saman þau fjöldamorð sem hafa átt sér stað á árinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.