Innlent

Bygging nýrrar mosku samþykkt: „Ekki borgað af neinum öfgasamtökunum“

Boði Logason skrifar
Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi.
Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi. Mynd/365
„Maður er bara glaður, hvað getur maður annað sagt,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi.

Borgarráð samþykkti byggingu á nýrri mosku á lóð í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni, á fundi sínum í dag. Sverrir segir að þetta séu mikil gleðitíðindi fyrir múslima á Íslandi.

„Ég reikna með að við getum tekið fyrstu skólfustunguna í vor, en það fer eftir því hvenær kemur út úr samkeppninni um hönnun á húsinu,“ segir hann.

Spurður hvernig moskan verður fjármögnuð, segir hann að leitað verði mest til einkaaðila.

„Við höfum fengið töluvert af loforðum, svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Þetta verður ekki borgað af neinum öfgasamtökunum. Við leitum mest til einstaklinga erlendis frá og svo eigum við rétt á að fá eitthvað úr sameiginlegum sjóðum múslima. Við gerum þetta allt í samvinnu við dómsmálaráðuneytið til að tryggja það að allir peningar sem koma þarna inn séu löglegir og tengist ekki einhverjum hryðjuverkasamtökum," segir Sverir.


Tengdar fréttir

Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík

Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×