Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Ingveldur Geirsdóttir skrifar 14. júlí 2013 18:53 Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. Viðhorf borgarbúa virðist líka frekar jákvætt fyrir bænahúsi múslima. Nýverið var samþykkt deiluskipulag í borgarráði Reykjavíkur þar sem gert er ráð fyrir að Félag múslíma á Íslandi fái lóð undir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Reiknað er með að byggingin hefjist næsta vor og taki um tvö ár. Gert er ráð fyrir að hún verði um áttahundruð fermetrar að stærð og með níu metra háum bænaturni. Félag múslima á Íslandi var stofnað árið 1997 og hefur frá árinu 2002 verið með mosku í húsnæði í Ármúlanum. Þrátt fyrir að moska hafi verið hér í yfir tíu ár virðist nokkur andstæða vera við það að múslimar fái að reisa sína eigin byggingu. Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri fór mikinn í andstöðu sinni við mosku í liðinni viku og hvatti borgarbúa til að mótmæla áformum borgarstjórnar um að leyfa bygginguna. Einhverjir urðu við kalli hans því tvær aðsendar greinar birtust í Morgunblaðinu um helgina þar sem moskubyggingin er gagnrýnd. Sverrir Agnarsson formaður Félags múslima á Íslandi segir þrátt fyrir það andstöðuna við bygginguna minni en hann bjóst við. „Mér finnst ég heyra fáar en virkilega slæmar raddir sem byggjast á hreinni þröngsýni og ofstopa. Þetta eru bara viðhorf gamalla tíma sem eru að hverfa, menn verða bara að átta sig á því hvaða orðræðu þeir beita," segir Sverrir. Þá má finna á Facebook síður tveggja andstæðra hópa; Mótmælum mosku á Íslandi sem tæplega tvöþúsund manns hafa líkað við og Mótmælum EKKI mosku á Íslandi sem um fimmhundruð manns hafa líkað við. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. Viðhorf borgarbúa virðist líka frekar jákvætt fyrir bænahúsi múslima. Nýverið var samþykkt deiluskipulag í borgarráði Reykjavíkur þar sem gert er ráð fyrir að Félag múslíma á Íslandi fái lóð undir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Reiknað er með að byggingin hefjist næsta vor og taki um tvö ár. Gert er ráð fyrir að hún verði um áttahundruð fermetrar að stærð og með níu metra háum bænaturni. Félag múslima á Íslandi var stofnað árið 1997 og hefur frá árinu 2002 verið með mosku í húsnæði í Ármúlanum. Þrátt fyrir að moska hafi verið hér í yfir tíu ár virðist nokkur andstæða vera við það að múslimar fái að reisa sína eigin byggingu. Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri fór mikinn í andstöðu sinni við mosku í liðinni viku og hvatti borgarbúa til að mótmæla áformum borgarstjórnar um að leyfa bygginguna. Einhverjir urðu við kalli hans því tvær aðsendar greinar birtust í Morgunblaðinu um helgina þar sem moskubyggingin er gagnrýnd. Sverrir Agnarsson formaður Félags múslima á Íslandi segir þrátt fyrir það andstöðuna við bygginguna minni en hann bjóst við. „Mér finnst ég heyra fáar en virkilega slæmar raddir sem byggjast á hreinni þröngsýni og ofstopa. Þetta eru bara viðhorf gamalla tíma sem eru að hverfa, menn verða bara að átta sig á því hvaða orðræðu þeir beita," segir Sverrir. Þá má finna á Facebook síður tveggja andstæðra hópa; Mótmælum mosku á Íslandi sem tæplega tvöþúsund manns hafa líkað við og Mótmælum EKKI mosku á Íslandi sem um fimmhundruð manns hafa líkað við.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira