Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Ingveldur Geirsdóttir skrifar 14. júlí 2013 18:53 Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. Viðhorf borgarbúa virðist líka frekar jákvætt fyrir bænahúsi múslima. Nýverið var samþykkt deiluskipulag í borgarráði Reykjavíkur þar sem gert er ráð fyrir að Félag múslíma á Íslandi fái lóð undir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Reiknað er með að byggingin hefjist næsta vor og taki um tvö ár. Gert er ráð fyrir að hún verði um áttahundruð fermetrar að stærð og með níu metra háum bænaturni. Félag múslima á Íslandi var stofnað árið 1997 og hefur frá árinu 2002 verið með mosku í húsnæði í Ármúlanum. Þrátt fyrir að moska hafi verið hér í yfir tíu ár virðist nokkur andstæða vera við það að múslimar fái að reisa sína eigin byggingu. Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri fór mikinn í andstöðu sinni við mosku í liðinni viku og hvatti borgarbúa til að mótmæla áformum borgarstjórnar um að leyfa bygginguna. Einhverjir urðu við kalli hans því tvær aðsendar greinar birtust í Morgunblaðinu um helgina þar sem moskubyggingin er gagnrýnd. Sverrir Agnarsson formaður Félags múslima á Íslandi segir þrátt fyrir það andstöðuna við bygginguna minni en hann bjóst við. „Mér finnst ég heyra fáar en virkilega slæmar raddir sem byggjast á hreinni þröngsýni og ofstopa. Þetta eru bara viðhorf gamalla tíma sem eru að hverfa, menn verða bara að átta sig á því hvaða orðræðu þeir beita," segir Sverrir. Þá má finna á Facebook síður tveggja andstæðra hópa; Mótmælum mosku á Íslandi sem tæplega tvöþúsund manns hafa líkað við og Mótmælum EKKI mosku á Íslandi sem um fimmhundruð manns hafa líkað við. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. Viðhorf borgarbúa virðist líka frekar jákvætt fyrir bænahúsi múslima. Nýverið var samþykkt deiluskipulag í borgarráði Reykjavíkur þar sem gert er ráð fyrir að Félag múslíma á Íslandi fái lóð undir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Reiknað er með að byggingin hefjist næsta vor og taki um tvö ár. Gert er ráð fyrir að hún verði um áttahundruð fermetrar að stærð og með níu metra háum bænaturni. Félag múslima á Íslandi var stofnað árið 1997 og hefur frá árinu 2002 verið með mosku í húsnæði í Ármúlanum. Þrátt fyrir að moska hafi verið hér í yfir tíu ár virðist nokkur andstæða vera við það að múslimar fái að reisa sína eigin byggingu. Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri fór mikinn í andstöðu sinni við mosku í liðinni viku og hvatti borgarbúa til að mótmæla áformum borgarstjórnar um að leyfa bygginguna. Einhverjir urðu við kalli hans því tvær aðsendar greinar birtust í Morgunblaðinu um helgina þar sem moskubyggingin er gagnrýnd. Sverrir Agnarsson formaður Félags múslima á Íslandi segir þrátt fyrir það andstöðuna við bygginguna minni en hann bjóst við. „Mér finnst ég heyra fáar en virkilega slæmar raddir sem byggjast á hreinni þröngsýni og ofstopa. Þetta eru bara viðhorf gamalla tíma sem eru að hverfa, menn verða bara að átta sig á því hvaða orðræðu þeir beita," segir Sverrir. Þá má finna á Facebook síður tveggja andstæðra hópa; Mótmælum mosku á Íslandi sem tæplega tvöþúsund manns hafa líkað við og Mótmælum EKKI mosku á Íslandi sem um fimmhundruð manns hafa líkað við.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira