Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir skrifar 26. júlí 2013 08:51 Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. Þar var kallað til bæna á föstudögum en annars var þögn í turninum og engin truflun af nokkurri starfsemi í moskunni. Hins vegar hringdu kirkjuklukkur í hverfinu tíma og ótíma. Mér varð hugsað til moskunnar um daginn. Sumarið 1992 var 9 ára gömul belgísk stúlka af marokkönskum uppruna, Loubna Benaïssa, send út í búð að kaupa jógúrt. Hún kom aldrei heim úr þeirri ferð. Fimm árum síðar bar þrotlaus barátta Nabelu systur hennar, sem var fáeinum árum eldri, þann árangur að hvarf hennar var aftur tekið til rannsóknar og lík Loubnu litlu fannst í verkfærakistu í kjallara dæmds kynferðisbrotamanns, aðeins 200 metra frá heimili fjölskyldunnar. Í ljós kom að upphafleg rannsókn hafði verið lítil og hroðvirknisleg og hófst reyndar ekki fyrr en viku eftir hvarf Loubnu. Það hafði meira að segja farið fram húsleit heima hjá morðingja hennar. Hvarf lítillar múslímastúlku var ekki sett í forgang og vakti takmarkaða athygli fjölmiðla og var það í hróplegu misræmi við rannsókn á hvarfi annarra belgískra stúlkna á þessum árum, sem barnaníðingurinn Marc Dutroux hafði á samviskunni. Þarna hefði mátt búast við að hatur myndi blossa upp meðal múslíma í Brussel (sem eru um 300.000 eða fjórðungur borgarbúa) í kjölfarið og jafnvel að óeirðir brytust út. En svo var ekki, allir, múslímar, kaþólskir, mótmælendur og aðrir, sameinuðust í harmi og hryllingi, margir límdu mynd af Loubnu með árituninni „Gleymum aldrei Loubnu Benaïssa“ í hús- og bílglugga og dag frá degi fjölgaði hvítu blómunum fyrir utan moskuna þar til blómahrúgan náði næstum upp að handfangi aðaldyranna. Það var áhrifamikið að ganga „hvítu gönguna“ gegnum Brussel endilanga ásamt hálfri milljón borgarbúa til að minnast þessara fórnarlamba barnaníðinga, en enginn hrópaði slagorð, enginn var með mótmælaskilti. Þeim mun fleiri voru hvítklæddir og báru hvít blóm.Vikið frá ströngum trúarreglum Þegar leið að útför Loubnu litlu varð ljóst að stærsta moska borgarinnar, sem rúmar 1.000 manns, dugði ekki til. Þá var ákveðið að setja upp tvo risaskjái í garði moskunnar og sýna beint frá athöfninni. Yfir 20 þúsund borgarbúar streymdu í garðinn til að heiðra minningu litlu stúlkunnar. Forystumenn safnaðarins ákváðu að víkja frá ströngum trúarreglum og rétta fram hönd til fjölskyldna fórnarlamba Marcs Dutroux, sem allar voru kaþólskar, og bjóða þeim að taka þátt í athöfninni inni í moskunni, þar sem mæðrunum var boðið að ávarpa söfnuðinn. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem konur töluðu í aðalsal moskunnar. Þetta var áhrifarík stund, sem einkenndist af gagnkvæmri virðingu. Víða í garðinum mátti heyra innfædda Belga endurtaka „Allahu Akbar“ eftir Ímaminum og allir hlýddu þeim sem kunnu siðina og sneru sér í átt til Mekka þegar við átti, alveg eins og við hermum eftir þeim sem kunna kristna siði og stöndum upp í kirkjunni á réttum augnablikum. Þegar athöfninni var lokið var almenningi boðið að koma inn í moskuna. Við hjónin þáðum boðið og gengum inn í fallegan salinn, alþakinn mjúkum bænateppum. Þar var steint gler í gluggum og í útskornum hillum voru raðir af Kóraninum í fallegu gull- eða silfurslegnu bandi. Nokkrir gestir, karlar og konur, sátu á teppunum í þögn. Þarf ég að nefna að auðvitað fórum við úr skónum? Ég fer heldur ekki í kirkjur í Suður-Evrópu aðeins í bikiníbrjóstahaldara að ofan. Því er við að bæta að strax eftir athöfnina voru líkamsleifar Loubnu Benaïssa fluttar til Marokkó til greftrunar, enda var ekki múslímskur grafreitur í Brussel, þrátt fyrir margra ára viðleitni múslímskra íbúa til að fá grafreit. Það hefði verið enn þungbærara fyrir fjölskyldu hennar ef ekki hefði verið hægt að halda kveðjuathöfn um Loubnu í heimaborg hennar, Brussel, vegna þess að einhverjir hefðu verið á móti byggingu mosku þar. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í sambandi við haturs- og öfgafulla umræðu undanfarið um væntanlega byggingu mosku í Reykjavík, umræðu sem einkennist jafnvel af svo miklu þekkingarleysi að moskan er eignuð allt öðrum söfnuði en þeim sem hefur beðið eftir lóðinni síðan fyrir aldamót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Sjá meira
Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. Þar var kallað til bæna á föstudögum en annars var þögn í turninum og engin truflun af nokkurri starfsemi í moskunni. Hins vegar hringdu kirkjuklukkur í hverfinu tíma og ótíma. Mér varð hugsað til moskunnar um daginn. Sumarið 1992 var 9 ára gömul belgísk stúlka af marokkönskum uppruna, Loubna Benaïssa, send út í búð að kaupa jógúrt. Hún kom aldrei heim úr þeirri ferð. Fimm árum síðar bar þrotlaus barátta Nabelu systur hennar, sem var fáeinum árum eldri, þann árangur að hvarf hennar var aftur tekið til rannsóknar og lík Loubnu litlu fannst í verkfærakistu í kjallara dæmds kynferðisbrotamanns, aðeins 200 metra frá heimili fjölskyldunnar. Í ljós kom að upphafleg rannsókn hafði verið lítil og hroðvirknisleg og hófst reyndar ekki fyrr en viku eftir hvarf Loubnu. Það hafði meira að segja farið fram húsleit heima hjá morðingja hennar. Hvarf lítillar múslímastúlku var ekki sett í forgang og vakti takmarkaða athygli fjölmiðla og var það í hróplegu misræmi við rannsókn á hvarfi annarra belgískra stúlkna á þessum árum, sem barnaníðingurinn Marc Dutroux hafði á samviskunni. Þarna hefði mátt búast við að hatur myndi blossa upp meðal múslíma í Brussel (sem eru um 300.000 eða fjórðungur borgarbúa) í kjölfarið og jafnvel að óeirðir brytust út. En svo var ekki, allir, múslímar, kaþólskir, mótmælendur og aðrir, sameinuðust í harmi og hryllingi, margir límdu mynd af Loubnu með árituninni „Gleymum aldrei Loubnu Benaïssa“ í hús- og bílglugga og dag frá degi fjölgaði hvítu blómunum fyrir utan moskuna þar til blómahrúgan náði næstum upp að handfangi aðaldyranna. Það var áhrifamikið að ganga „hvítu gönguna“ gegnum Brussel endilanga ásamt hálfri milljón borgarbúa til að minnast þessara fórnarlamba barnaníðinga, en enginn hrópaði slagorð, enginn var með mótmælaskilti. Þeim mun fleiri voru hvítklæddir og báru hvít blóm.Vikið frá ströngum trúarreglum Þegar leið að útför Loubnu litlu varð ljóst að stærsta moska borgarinnar, sem rúmar 1.000 manns, dugði ekki til. Þá var ákveðið að setja upp tvo risaskjái í garði moskunnar og sýna beint frá athöfninni. Yfir 20 þúsund borgarbúar streymdu í garðinn til að heiðra minningu litlu stúlkunnar. Forystumenn safnaðarins ákváðu að víkja frá ströngum trúarreglum og rétta fram hönd til fjölskyldna fórnarlamba Marcs Dutroux, sem allar voru kaþólskar, og bjóða þeim að taka þátt í athöfninni inni í moskunni, þar sem mæðrunum var boðið að ávarpa söfnuðinn. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem konur töluðu í aðalsal moskunnar. Þetta var áhrifarík stund, sem einkenndist af gagnkvæmri virðingu. Víða í garðinum mátti heyra innfædda Belga endurtaka „Allahu Akbar“ eftir Ímaminum og allir hlýddu þeim sem kunnu siðina og sneru sér í átt til Mekka þegar við átti, alveg eins og við hermum eftir þeim sem kunna kristna siði og stöndum upp í kirkjunni á réttum augnablikum. Þegar athöfninni var lokið var almenningi boðið að koma inn í moskuna. Við hjónin þáðum boðið og gengum inn í fallegan salinn, alþakinn mjúkum bænateppum. Þar var steint gler í gluggum og í útskornum hillum voru raðir af Kóraninum í fallegu gull- eða silfurslegnu bandi. Nokkrir gestir, karlar og konur, sátu á teppunum í þögn. Þarf ég að nefna að auðvitað fórum við úr skónum? Ég fer heldur ekki í kirkjur í Suður-Evrópu aðeins í bikiníbrjóstahaldara að ofan. Því er við að bæta að strax eftir athöfnina voru líkamsleifar Loubnu Benaïssa fluttar til Marokkó til greftrunar, enda var ekki múslímskur grafreitur í Brussel, þrátt fyrir margra ára viðleitni múslímskra íbúa til að fá grafreit. Það hefði verið enn þungbærara fyrir fjölskyldu hennar ef ekki hefði verið hægt að halda kveðjuathöfn um Loubnu í heimaborg hennar, Brussel, vegna þess að einhverjir hefðu verið á móti byggingu mosku þar. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í sambandi við haturs- og öfgafulla umræðu undanfarið um væntanlega byggingu mosku í Reykjavík, umræðu sem einkennist jafnvel af svo miklu þekkingarleysi að moskan er eignuð allt öðrum söfnuði en þeim sem hefur beðið eftir lóðinni síðan fyrir aldamót.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun