Óttaslegnir listamenn Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2013 08:29 Kolbrún Halldórsdóttir óttast að stuðningur sem nemur 720 milljónum króna verði rýrari í roðinu í fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar. Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Andlátsorð Seamus Heaney, hins írska skálds sem nýverið féll frá voru "Do not be afraid" eða óttist ekki. Svo virðist sem listamenn á Íslandi tileinki sér fremur slagorð kvikmyndar Cronenbergs, The Fly; "Be afraid, be very afraid" þessa dagana: Verið hrædd, verið mjög hrædd. Og svo virðist sem menningarninar menn hafi fulla ástæðu til að óttast því stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar líta margir til niðurskurðar í þeim geira. Kolbrún Halldórsdóttir ritaði grein sem birtist í Fréttablaðið í dag og segir að með fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar hafi verið sett fram áform til þriggja ára um aukin framlög til verkefnatengdra sjóða á vettvangi lista og sköpunar. Framlag til Kvikmyndasjóðs tvöfaldað og fjórir nýir sjóðir stofnaðir. Um er að ræða stuðning sem nemur 720 milljónum króna, þar af 470 milljónir til Kvikmyndasjóðs og 250 milljónir í aðra sjóði. "Þessir fjármunir eru til staðar í fjárlögum 2013 og augljóst að ef þeirra nýtur ekki við í fjárlögum 2014 mun það koma hart niður á uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem byggja á starfi listamanna og hönnuða," segir Kolbrún.Grímur Gíslason. Vill skera niður framlög til menningar og nota féð í heilbrigðiskerfið.Ýmsir meðal stuðningsmanna og stjórnarliða hafa litið hýru auga til framlaga hins opinbera í verkefnatengda sjóði á sviði menningar og lista, og vilja þar klípa af til að standa straum af öðrum kostnaði hins opinbera. Þannig hefur til dæmis Grímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lýst yfir áhyggjum af fyrirhugaðri lokun skurðstofu í Eyjum og bendir á að með því að skera niður í menningu og list hjá hinu opinbera, megi auðveldlega útvega nægilegt fjármagn til að halda skurðstofunni opinni. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Andlátsorð Seamus Heaney, hins írska skálds sem nýverið féll frá voru "Do not be afraid" eða óttist ekki. Svo virðist sem listamenn á Íslandi tileinki sér fremur slagorð kvikmyndar Cronenbergs, The Fly; "Be afraid, be very afraid" þessa dagana: Verið hrædd, verið mjög hrædd. Og svo virðist sem menningarninar menn hafi fulla ástæðu til að óttast því stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar líta margir til niðurskurðar í þeim geira. Kolbrún Halldórsdóttir ritaði grein sem birtist í Fréttablaðið í dag og segir að með fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar hafi verið sett fram áform til þriggja ára um aukin framlög til verkefnatengdra sjóða á vettvangi lista og sköpunar. Framlag til Kvikmyndasjóðs tvöfaldað og fjórir nýir sjóðir stofnaðir. Um er að ræða stuðning sem nemur 720 milljónum króna, þar af 470 milljónir til Kvikmyndasjóðs og 250 milljónir í aðra sjóði. "Þessir fjármunir eru til staðar í fjárlögum 2013 og augljóst að ef þeirra nýtur ekki við í fjárlögum 2014 mun það koma hart niður á uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem byggja á starfi listamanna og hönnuða," segir Kolbrún.Grímur Gíslason. Vill skera niður framlög til menningar og nota féð í heilbrigðiskerfið.Ýmsir meðal stuðningsmanna og stjórnarliða hafa litið hýru auga til framlaga hins opinbera í verkefnatengda sjóði á sviði menningar og lista, og vilja þar klípa af til að standa straum af öðrum kostnaði hins opinbera. Þannig hefur til dæmis Grímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lýst yfir áhyggjum af fyrirhugaðri lokun skurðstofu í Eyjum og bendir á að með því að skera niður í menningu og list hjá hinu opinbera, megi auðveldlega útvega nægilegt fjármagn til að halda skurðstofunni opinni.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira