Erlent

Ísraelar skutu flugskeytum í tilraunaskyni

Bandaríski herinn í Miðjarðarhafi.
Bandaríski herinn í Miðjarðarhafi. Nordicphotos/AFP
Ísraelar hafa staðfest að þeir hafi verið að gera tilraunir með flugskeyti á Miðjarðarhafinu í morgun. Rússar óttuðust árásir á Sýrland.

Rússneska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því í morgun að á ratsjám hafi sést að tveimur flugskeytum, eða einhverjum ámóta hlutum, hafi fyrir stuttu verið skotið frá Miðjarðarhafinu í átt til lands. Stuttu síðar skýrðu rússneskir fjölmiðlar frá því að flaugarnar hafi lent í hafinu. 

Bashar al Assad Sýrlandsforseti sagði í viðtali við franska dagblaðið Le Figaro, sem birtist í dag, að árás á Sýrland muni leiða til allsherjarstríðs fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann varaði sérstaklega frönsku stjórnina við því að taka þátt í hernaði gegn Sýrlandsstjórn: „Ef franska ríkið sýnir sýrlensku þjóðinni fjandskap, þá verður Frakkland óvinur hennar.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×