Erlent

Svíþjóð veitir öllum sýrlenskum hælisleitendum dvalarleyfi til frambúðar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fjöldi flóttamanna frá Sýrlandi komst í dag upp fyrir tvær milljónir manna.
Fjöldi flóttamanna frá Sýrlandi komst í dag upp fyrir tvær milljónir manna. mynd/afp
Yfirvöld í Svíþjóð mun veita öllum sýrlenskum hælisleitendum í Svíþjóð dvalarleyfi til frambúðar.

„Við teljum að borgarastyrjöldinni í Sýrlandi muni ekki ljúka í náinni framtíð,“ segir Anders Danielsson hjá innflytjendastofnun Svíþjóðar, en um 8.000 sýrlenskir flóttamenn með tímabundið dvalarleyfi í Svíþjóð munu fá dvalarleyfi til frambúðar í kjölfar ákvörðunarinnar. Mun fjölskyldum þeirra í Sýrlandi einnig verða veitt dvalarleyfi verði þess óskað.

Svíþjóð mun með þessu verða fyrsta ríkið innan Evrópusambandsins til að veita sýrlenskum flóttamönnum dvalarleyfi til frambúðar.

Fjöldi flóttamanna frá Sýrlandi komst í dag upp fyrir tvær milljónir manna. Straumurinn frá landinu hefur þyngst stöðugt síðustu tólf mánuði eftir því sem átök harðna í borgarastyrjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×