Baggið að bögga Lagerbäck í Bern Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2013 23:28 Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli. Íslenska landsliðið er við æfingar í höfuðborg Sviss en liðið mætir heimamönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins á föstudagskvöld. Í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók og birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greinilegt að sá sænski var með tóbak í efri vör. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Knattspyrnusamband Íslands hefur blásið í herlúðra gegn tóbaksnotkun knattspyrnuiðkenda og er skemmst að minnast þriggja ára gamallar herferðar sambandsins. Þá tók KSÍ höndum saman með Jafningjafræðslunni og Lýðheilsustöð undir slagorðinu „Bagg er bögg“.Lagerbäck sagðist í viðtali við Fréttablaðið haustið 2011 hafa notað munntóbak á sínum tíma. Hann hefði byrjað 15 ára gamall en hætt því fyrir heimsmeistaramótið árið 2010. „Ég tók því ansi lengi í vörina og löngunin hverfur ekki. Ég á það til að fá mér í vörina ef einhver vinur minn býður mér upp á það en ég nota ekki munntóbak að staðaldri," sagði Lagerbäck við það tilefni. Hann hafði ekki heyrt af herferð KSÍ fyrr en í umræddu viðtali fyrir tæpum tveimur árum. „Það er þá gott að ég er hættur fyrst KSÍ er í þessu átaki.“ Ólafur Jóhannesson, forveri Svíans í starfi, sást á sínum tíma taka í nefið á meðan hann stýrði íslenska landsliðinu í leik á Laugardalsvelli. Baðst hann afsökunar og lofaði því að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Í lokaleik landsliðsins undir hans stjórn í Portúgal braut Ólafur hins vegar loforð sitt þegar til hans sást með tóbakshornið á varamannabekknum. Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira
Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli. Íslenska landsliðið er við æfingar í höfuðborg Sviss en liðið mætir heimamönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins á föstudagskvöld. Í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók og birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greinilegt að sá sænski var með tóbak í efri vör. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Knattspyrnusamband Íslands hefur blásið í herlúðra gegn tóbaksnotkun knattspyrnuiðkenda og er skemmst að minnast þriggja ára gamallar herferðar sambandsins. Þá tók KSÍ höndum saman með Jafningjafræðslunni og Lýðheilsustöð undir slagorðinu „Bagg er bögg“.Lagerbäck sagðist í viðtali við Fréttablaðið haustið 2011 hafa notað munntóbak á sínum tíma. Hann hefði byrjað 15 ára gamall en hætt því fyrir heimsmeistaramótið árið 2010. „Ég tók því ansi lengi í vörina og löngunin hverfur ekki. Ég á það til að fá mér í vörina ef einhver vinur minn býður mér upp á það en ég nota ekki munntóbak að staðaldri," sagði Lagerbäck við það tilefni. Hann hafði ekki heyrt af herferð KSÍ fyrr en í umræddu viðtali fyrir tæpum tveimur árum. „Það er þá gott að ég er hættur fyrst KSÍ er í þessu átaki.“ Ólafur Jóhannesson, forveri Svíans í starfi, sást á sínum tíma taka í nefið á meðan hann stýrði íslenska landsliðinu í leik á Laugardalsvelli. Baðst hann afsökunar og lofaði því að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Í lokaleik landsliðsins undir hans stjórn í Portúgal braut Ólafur hins vegar loforð sitt þegar til hans sást með tóbakshornið á varamannabekknum.
Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann