Fótbolti

Tjá sig ekki um munntóbaksnotkun landsliðsþjálfarans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars Lagerbäck hefur náð góðum árangri með karlalandslið Íslands.
Lars Lagerbäck hefur náð góðum árangri með karlalandslið Íslands. Mynd/Vilhelm

Athygli vakti þegar Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, svaraði spurningum íþróttafréttamanns í gær með úttroðna efri vör. Viðtalið má sjá hér.

Lars viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið haustið 2011 að hafa tekið í vörina frá fimmtán ára aldri til ársins 2010. Hann notaði tóbakið ekki að staðaldri en ætti til að fá sér í vörina ef honum stæði það til boða.

KSÍ hefur tekið þátt í herferðinni „Bagg er bögg“ undanfarin ár þar sem bent er á skaðsemi munntóbaksnotkunar.

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, vildi ekki tjá sig um munntóbaksnotkun landsliðsþjálfarans í samtali við Vísi í dag. Minnti hann á leikinn mikilvæga gegn Sviss á morgun sem væri það sem máli skipti þessa stundina.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er staddur með landsliðinu í Sviss. Ekki hefur náðst í Geir í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir, sem var í sigurliði Piteå gegn Umeå í efstu deild í Svíþjóð í gærkvöldi, bendir á þá staðreynd á Twitter að þjálfarar í Svíþjóð noti munntóbak í miklum mæli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.