Fótbolti

Katrín sá rautt og Hallbera fagnaði sigri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hallbera Guðný
Hallbera Guðný Mynd / Daníel
Umeå og Piteå  mættust í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Piteå fór með sigur af hólmi 1-0.Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og stefndi í að liðin myndu skipta með sér stigunum. Katrín Jónsdóttir, fékk þá dæmda á sig vítaspyrnu og var rekin af velli. Josafin Johansson skoraði úr spyrnunni og tryggði Piteå sigurinn.Hallbera Guðný Gísladóttir leikur með Piteå og var inná allan leikinn. Gestirnir frá Piteå gátu þó ekki haldið strax heim að leik loknum. Nokkrir leikmenn liðsins voru teknir í lyfjapróf líkt og sjá má á Twitter-færslu Hallberu sem sjá má hér að neðan.Umeå er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig en Piteå í því sjöunda með 18 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.