Vesturlönd búa sig undir hernað í Sýrlandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2013 10:53 Rannsóknarmenn frá Sameinuðu þjóðunum á vettvangi í Damaskus í gær. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Bandaríkjunum og víðar á Vesturlöndum eru nú í óða önn að búa sig undir hugsanlegan hernað í Sýrlandi vegna efnavopnaárásar í úthverfum Damaskusborgar í síðustu viku. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöld engan vafa leika á því að efnavopn hafi verið notuð í Sýrlandi í síðustu viku og allt mannkyn verði nú að taka höndum saman um að draga þá til ábyrgðar, sem stóðu að þeirri árás, og tryggja að slíkt gerist aldrei aftur. Og breska stjórnin ætlar síðar í dag að taka ákvörðun um hvort þingið verði kallað sérstaklega saman til að ræða og hugsanlega veita stjórninni heimild til hernaðar. Sýrlandsstjórn sakar Bandaríkin um að vilja ekki bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn efnavopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna á vettvangi heldur vera staðráðin í að notfæra sér þetta tilefni til að hefja árásir. Sýrlendingar muni hins vegar verjast með öllum tiltækum ráðum. Bæði Rússar og Kínverjar hafa tekið illa í hugmyndir um að ráðast gegn Sýrlandsstjórn með hervaldi. Kínverjar segja ástandið nú minna á aðdraganda Íraksstríðsins: Vesturlönd fari of geyst í að draga ályktanir um það hverjir beri ábyrgðina. Og Rússar hvetja Vesturlönd til að sniðganga ekki Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en á þeim vettvangi hafa bæði Rússar og Kínverjar til þessa staðið gegn því að gripið verði til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn. Rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum hóf í gær rannsóknir á vettvangi í úthverfum Damaskusborgar í gær í von um að geta staðfest að efnavopn hafi í raun og veru verið notuð, og fá hugsanlega einnig botn í það hver notaði þau. Rannsóknarhópurinn hyggst halda rannsóknum sínum áfram í dag, en utanríkisráðherra Sýrlands fullyrti í morgun að tafir hafi orðið á því vegna innbyrðis deilna í röðum uppreisnarmanna. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og víðar á Vesturlöndum eru nú í óða önn að búa sig undir hugsanlegan hernað í Sýrlandi vegna efnavopnaárásar í úthverfum Damaskusborgar í síðustu viku. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöld engan vafa leika á því að efnavopn hafi verið notuð í Sýrlandi í síðustu viku og allt mannkyn verði nú að taka höndum saman um að draga þá til ábyrgðar, sem stóðu að þeirri árás, og tryggja að slíkt gerist aldrei aftur. Og breska stjórnin ætlar síðar í dag að taka ákvörðun um hvort þingið verði kallað sérstaklega saman til að ræða og hugsanlega veita stjórninni heimild til hernaðar. Sýrlandsstjórn sakar Bandaríkin um að vilja ekki bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn efnavopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna á vettvangi heldur vera staðráðin í að notfæra sér þetta tilefni til að hefja árásir. Sýrlendingar muni hins vegar verjast með öllum tiltækum ráðum. Bæði Rússar og Kínverjar hafa tekið illa í hugmyndir um að ráðast gegn Sýrlandsstjórn með hervaldi. Kínverjar segja ástandið nú minna á aðdraganda Íraksstríðsins: Vesturlönd fari of geyst í að draga ályktanir um það hverjir beri ábyrgðina. Og Rússar hvetja Vesturlönd til að sniðganga ekki Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en á þeim vettvangi hafa bæði Rússar og Kínverjar til þessa staðið gegn því að gripið verði til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn. Rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum hóf í gær rannsóknir á vettvangi í úthverfum Damaskusborgar í gær í von um að geta staðfest að efnavopn hafi í raun og veru verið notuð, og fá hugsanlega einnig botn í það hver notaði þau. Rannsóknarhópurinn hyggst halda rannsóknum sínum áfram í dag, en utanríkisráðherra Sýrlands fullyrti í morgun að tafir hafi orðið á því vegna innbyrðis deilna í röðum uppreisnarmanna.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira