Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi Boði Logason skrifar 28. ágúst 2013 07:00 Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Ísland. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Skilaboð, þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi, voru sett inn á spjallborð nýnasista fyrir níu dögum síðan. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Það er notandinn Swastika88 sem setti inn skilaboðin þann 19. ágúst síðastliðinn. Þar er sagt frá því að borgarráð Reykjavíkur hafi samþykkt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir því að Félag múslima á Íslandi fái lóð undir mosku. Reykjavíkurborg hafi þó ekki samþykkt bygginguna endanlega „vegna þess að meirihluti þjóðarinnar er á móti hugmyndinni um að ný moska verði byggð. Ef moskan verður byggð hefur það hræðilegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina," segir meðal annars í skilaboðunum. Á Facebook má finna síður tveggja andstæðra hópa í þessum efnum: Mótmælum mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.900 manns hafa líkað við, og Við mótmælum EKKI mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.500 manns hafa líkað við. Í skilaboðunum á Stormfront.org eru notendur hvattir til að líka við fyrrnefnda síðu, þar sem sú síðarnefnda sé að sækja í sig veðrið. „Íslenskir fjölmiðlar hafa nefnt þessar síður þegar fjallað er um fréttir sem eru tengdar þessu [innsk. blm. byggingu mosku]. Svo þetta er mjög öflugt tæki til að sýna að við viljum ekki mosku eða uppgang íslamstrúar hér á Íslandi."Skjáskot af skilaboðunum sem birtust á spjallborði Stormfront.orgmynd/stormfront.orgSverrir segir að skilaboðin hafi haft eitthvað að segja því eftir að þau voru sett inn fyrir níu dögum hafi um 400 manns bæst við hópinn. Hann segir að á síðunni Mótmælum EKKI mosku á Íslandi hafi hann reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þangað hafa borist. „En maður er alltaf að svara sömu leiðinlegu spurningunum aftur og aftur. Ég hef reynt að setja inn jákvætt efni, setja myndir af moskum og meðal annars myndir frá Egyptalandi." Félag múslima á Íslandi bíður nú eftir formlegu leyfi frá Reykjavíkurborg, og vonast Sverrir til þess að það fáist eftir tvær til þrjár vikur. „Ef við fáum formlegt leyfi, þá förum við í fjáröflun og vonumst til að ráðast í framkvæmdir strax næsta vor. Moskan ætti svo að rísa eftir tvö til þrjú ár,“ segir hann. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni.Facebook-síðurnar tvær. Önnur mótmælir nýju moskunni en hin mótmælir henni ekki.mynd/Facebook Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Skilaboð, þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi, voru sett inn á spjallborð nýnasista fyrir níu dögum síðan. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Það er notandinn Swastika88 sem setti inn skilaboðin þann 19. ágúst síðastliðinn. Þar er sagt frá því að borgarráð Reykjavíkur hafi samþykkt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir því að Félag múslima á Íslandi fái lóð undir mosku. Reykjavíkurborg hafi þó ekki samþykkt bygginguna endanlega „vegna þess að meirihluti þjóðarinnar er á móti hugmyndinni um að ný moska verði byggð. Ef moskan verður byggð hefur það hræðilegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina," segir meðal annars í skilaboðunum. Á Facebook má finna síður tveggja andstæðra hópa í þessum efnum: Mótmælum mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.900 manns hafa líkað við, og Við mótmælum EKKI mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.500 manns hafa líkað við. Í skilaboðunum á Stormfront.org eru notendur hvattir til að líka við fyrrnefnda síðu, þar sem sú síðarnefnda sé að sækja í sig veðrið. „Íslenskir fjölmiðlar hafa nefnt þessar síður þegar fjallað er um fréttir sem eru tengdar þessu [innsk. blm. byggingu mosku]. Svo þetta er mjög öflugt tæki til að sýna að við viljum ekki mosku eða uppgang íslamstrúar hér á Íslandi."Skjáskot af skilaboðunum sem birtust á spjallborði Stormfront.orgmynd/stormfront.orgSverrir segir að skilaboðin hafi haft eitthvað að segja því eftir að þau voru sett inn fyrir níu dögum hafi um 400 manns bæst við hópinn. Hann segir að á síðunni Mótmælum EKKI mosku á Íslandi hafi hann reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þangað hafa borist. „En maður er alltaf að svara sömu leiðinlegu spurningunum aftur og aftur. Ég hef reynt að setja inn jákvætt efni, setja myndir af moskum og meðal annars myndir frá Egyptalandi." Félag múslima á Íslandi bíður nú eftir formlegu leyfi frá Reykjavíkurborg, og vonast Sverrir til þess að það fáist eftir tvær til þrjár vikur. „Ef við fáum formlegt leyfi, þá förum við í fjáröflun og vonumst til að ráðast í framkvæmdir strax næsta vor. Moskan ætti svo að rísa eftir tvö til þrjú ár,“ segir hann. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni.Facebook-síðurnar tvær. Önnur mótmælir nýju moskunni en hin mótmælir henni ekki.mynd/Facebook
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira