Draugur Blairs á breska þinginu Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. ágúst 2013 20:45 Þessi mynd birtist á bloggvef breska dagblaðsins The Spectator. Draugur Tony Blairs, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur svifið yfir þingsalnum í London í dag. Þingmenn hafa í allan dag rætt hugsanlegar hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi vegna efnavopnaárásarinnar, sem gerð var í síðustu viku í úthverfum Damaskusborgar. Þingmenn hafa verið tregir til að samþykkja tillögu frá David Cameron forsætisráðherra um heimild til aðgerða, og segja ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar í málinu. Vísuðu þingmenn óspart til aðdraganda Írakstríðsins árið 2003, þegar Blair fékk þingið til þess að samþykkja þátttöku í hernaði gegn Saddam Hussein, án þess að fullnægjandi upplýsingar lægju fyrir. Flýtimeðferð þingsins, sem Cameron óskaði eftir, var hafnað strax í morgun vegna andstöðu Verkamannaflokksins. Cameron lagði mikla áherslu á það í morgun að breska þingið samþykkti að heimila breska hernum að taka þátt í aðgerðum gegn Sýrlandsstjórn. Hann lagði fram rökstuðning fyrir því að Bretar geti gert þetta án umboðs frá öryggisráðherra Sameinuðu þjóðanna, ef árásir eru gerðar í „mannúðarskyni“, það er að segja með það eitt í huga að koma í veg fyrir að sýrlensk stjórnvöld verði fleiri almennum borgurum að bana. Vísaði hann þar til ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006, númer 1674, þar sem heimild til slíks sé að finna. Jafnframt lagði hann fram minnisblað frá leyniþjónustumönnum, sem fullyrtu að allar líkur væru til þess að Sýrlandsstjórn beri ábyrgð á efnavopnaárásinni. Alistair Hay, breskur efnavopnafræðingur, segir hins vegar fátt um óyggjandi staðreyndir í þessu minnisblaði: „Þetta snýst meira um ‚trúið okkur og sérfræðingunum okkar’,” er haft eftir honum á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. Í minnisblaðinu segir að Sýrlandsstjórn hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum áður notað efnavopn. Hins vegar sé nokkuð öruggt að uppreisnarmenn ráði ekki yfir getu til að nota efnavopn.Efnavopnasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna á vettvangi í Damaskus.Mynd/APSérfræðingar frá Sameinuðu þjóðunum hafa undanfarna daga verið að rannsaka vettvang árásanna, en búist er við að rannsókn þeirra ljúki á næstu dögum. Ban Ki moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist reikna með að fá skýrslu með niðurstöðum rannsóknarteymisins strax á laugardaginn. Bashar al Assad Sýrlandsforseti ítrekaði í gær að öllum árásum verði svarað og vísar á bug öllum ásökunum um notkun efnavopna. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Draugur Tony Blairs, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur svifið yfir þingsalnum í London í dag. Þingmenn hafa í allan dag rætt hugsanlegar hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi vegna efnavopnaárásarinnar, sem gerð var í síðustu viku í úthverfum Damaskusborgar. Þingmenn hafa verið tregir til að samþykkja tillögu frá David Cameron forsætisráðherra um heimild til aðgerða, og segja ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar í málinu. Vísuðu þingmenn óspart til aðdraganda Írakstríðsins árið 2003, þegar Blair fékk þingið til þess að samþykkja þátttöku í hernaði gegn Saddam Hussein, án þess að fullnægjandi upplýsingar lægju fyrir. Flýtimeðferð þingsins, sem Cameron óskaði eftir, var hafnað strax í morgun vegna andstöðu Verkamannaflokksins. Cameron lagði mikla áherslu á það í morgun að breska þingið samþykkti að heimila breska hernum að taka þátt í aðgerðum gegn Sýrlandsstjórn. Hann lagði fram rökstuðning fyrir því að Bretar geti gert þetta án umboðs frá öryggisráðherra Sameinuðu þjóðanna, ef árásir eru gerðar í „mannúðarskyni“, það er að segja með það eitt í huga að koma í veg fyrir að sýrlensk stjórnvöld verði fleiri almennum borgurum að bana. Vísaði hann þar til ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006, númer 1674, þar sem heimild til slíks sé að finna. Jafnframt lagði hann fram minnisblað frá leyniþjónustumönnum, sem fullyrtu að allar líkur væru til þess að Sýrlandsstjórn beri ábyrgð á efnavopnaárásinni. Alistair Hay, breskur efnavopnafræðingur, segir hins vegar fátt um óyggjandi staðreyndir í þessu minnisblaði: „Þetta snýst meira um ‚trúið okkur og sérfræðingunum okkar’,” er haft eftir honum á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. Í minnisblaðinu segir að Sýrlandsstjórn hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum áður notað efnavopn. Hins vegar sé nokkuð öruggt að uppreisnarmenn ráði ekki yfir getu til að nota efnavopn.Efnavopnasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna á vettvangi í Damaskus.Mynd/APSérfræðingar frá Sameinuðu þjóðunum hafa undanfarna daga verið að rannsaka vettvang árásanna, en búist er við að rannsókn þeirra ljúki á næstu dögum. Ban Ki moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist reikna með að fá skýrslu með niðurstöðum rannsóknarteymisins strax á laugardaginn. Bashar al Assad Sýrlandsforseti ítrekaði í gær að öllum árásum verði svarað og vísar á bug öllum ásökunum um notkun efnavopna.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira