Stefna varðandi þjóðaratkvæði í lausu lofti Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2013 21:51 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ekkert rætt það sín á milli hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið fer fram. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í málinu í raun í lausu lofti. Yfirlýsingar utanríkisráðherra fyrir helgi komu þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu. Yfirlýsingar Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í kvöldfréttum RÚV á föstudag kom þingmönnum samstarfsflokksins, þ.e Sjálfstæðisflokksins, talsvert á óvart. „Ég sé það ekkert endilega fyrir mér. Það stendur ekkert í stjórnarsáttmálanum að það eigi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi.Bjarni gaf skýr svör Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gaf skýr svör í kosningabaráttunni um að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna yrði á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þetta sagði hann m.a í kosningasjónvarpi Stöðvar 2, eins og við rifjuðum upp í gær.Ríkisstjórnarflokkarnir tveir geta hins vegar skýlt sér á bak við það að enginn jákvæð skylda er í stjórnarsáttmálum um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu. Texti um að slíkt skuli gera er ekki í landsfundarályktunum flokkanna séu þeir skýrðir eftir orðanna hljóðan, en þeir eru efnislega eins og stjórnarsáttmálinn. Orðrétt segir í stjórnarsáttmála: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Þar segir hins vegar hvergi berum orðum að slík atkvæðagreiðsla skuli haldin. Hætt er hins vegar við að margir kjósendur upplifi sig svikna ef slík þjóðaratkvæðagreiðsla verður ekki á dagskránni þar sem yfirlýsingar um slíkt komu ítrekað fram í aðdraganda kosninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa forsætisráðherra og fjármálaráðherra ekkert rætt um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við aðild að ESB skuli haldin eða hvenær. Þingmenn, ráðherrar og aðrir heimildarmenn innan Sjálfstæðisflokksins segja að yfirlýsingar utanríkisráðherra hafi komið á óvart enda var það yfirlýst stefna samkvæmt stjórnarsáttmála að gerð yrði úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu á vettvangi þingsins og næstu skref ákveðin eftir það. Var þegjandi samþykki að vinna eftir þeirri stefnu, eftir því sem fréttastofa kemst næst.„Glundroðakennd“ stefna Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það þannig að utanríkisráðherrann væri að „fljúga sóló með ummælum sínum og óvíst hvernig sú flugferð endar." Stjórnarþingmaður sagði að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu væri í raun „glundroðakennd.“ Þetta væri heimatilbúinn vandi sem ætti rætur að rekja til þess að stjórnarsáttmáli væri ekki skýr um þetta atriði. Það er athyglisvert að slík skoðun komi fram hjá stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar. Það liggur fyrir núna að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu er óviss þar sem hún hefur ekki verið mótuð. Alþingi mun vinna úttekt á stöðunni innan ESB og í kjölfarið verður tekin ákvörðun í ríkisstjórn um hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin. Tengdar fréttir Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00 Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31 Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ekkert rætt það sín á milli hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið fer fram. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í málinu í raun í lausu lofti. Yfirlýsingar utanríkisráðherra fyrir helgi komu þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu. Yfirlýsingar Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í kvöldfréttum RÚV á föstudag kom þingmönnum samstarfsflokksins, þ.e Sjálfstæðisflokksins, talsvert á óvart. „Ég sé það ekkert endilega fyrir mér. Það stendur ekkert í stjórnarsáttmálanum að það eigi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi.Bjarni gaf skýr svör Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gaf skýr svör í kosningabaráttunni um að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna yrði á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þetta sagði hann m.a í kosningasjónvarpi Stöðvar 2, eins og við rifjuðum upp í gær.Ríkisstjórnarflokkarnir tveir geta hins vegar skýlt sér á bak við það að enginn jákvæð skylda er í stjórnarsáttmálum um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu. Texti um að slíkt skuli gera er ekki í landsfundarályktunum flokkanna séu þeir skýrðir eftir orðanna hljóðan, en þeir eru efnislega eins og stjórnarsáttmálinn. Orðrétt segir í stjórnarsáttmála: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Þar segir hins vegar hvergi berum orðum að slík atkvæðagreiðsla skuli haldin. Hætt er hins vegar við að margir kjósendur upplifi sig svikna ef slík þjóðaratkvæðagreiðsla verður ekki á dagskránni þar sem yfirlýsingar um slíkt komu ítrekað fram í aðdraganda kosninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa forsætisráðherra og fjármálaráðherra ekkert rætt um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við aðild að ESB skuli haldin eða hvenær. Þingmenn, ráðherrar og aðrir heimildarmenn innan Sjálfstæðisflokksins segja að yfirlýsingar utanríkisráðherra hafi komið á óvart enda var það yfirlýst stefna samkvæmt stjórnarsáttmála að gerð yrði úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu á vettvangi þingsins og næstu skref ákveðin eftir það. Var þegjandi samþykki að vinna eftir þeirri stefnu, eftir því sem fréttastofa kemst næst.„Glundroðakennd“ stefna Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það þannig að utanríkisráðherrann væri að „fljúga sóló með ummælum sínum og óvíst hvernig sú flugferð endar." Stjórnarþingmaður sagði að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu væri í raun „glundroðakennd.“ Þetta væri heimatilbúinn vandi sem ætti rætur að rekja til þess að stjórnarsáttmáli væri ekki skýr um þetta atriði. Það er athyglisvert að slík skoðun komi fram hjá stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar. Það liggur fyrir núna að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu er óviss þar sem hún hefur ekki verið mótuð. Alþingi mun vinna úttekt á stöðunni innan ESB og í kjölfarið verður tekin ákvörðun í ríkisstjórn um hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin.
Tengdar fréttir Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00 Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31 Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00
Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31
Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15