Fótbolti

Ferill Arons í máli og myndum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron svekktur á Laugardalsvelli haustið 2009 eftir að Fjölnir féll úr efstu deild.
Aron svekktur á Laugardalsvelli haustið 2009 eftir að Fjölnir féll úr efstu deild. Mynd/Stefán
Aron Jóhannsson ætlar að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. Framherjinn tilkynnti það í yfir­lýsingu sem hann sendi frá sér á mánu­daginn.

Samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins er Aroni, sem er fæddur í Bandaríkjunum og með bandarískan ríkisborgararétt af þeim sökum, það frjálst. Umsókn þess efnis hefur verið send til FIFA og er aðeins tímaspursmál hvenær hún verður samþykkt.

Aron flutti með íslenskum foreldrum sínum hingað til lands þegar hann var þriggja ára. Hann byrjaði ungur að æfa fótbolta með Fjölni í Grafarvogi og spilaði með liðinu upp alla yngri flokka. Frá haustinu 2007 til vorsins 2008 spilaði Aron þó enga leiki með 2. flokki félagsins þar sem hann dvaldi í Bandaríkjunum.

Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í desember vera að íhuga hvort hann ætlaði að spila fyrir Bandaríkin eða Ísland.Mynd/Stefán
Aron nam við IMG-íþróttaskólann í Bradenton þar sem fjölmargir efnilegir íþróttamenn, banda­rískir og ekki, hafa gengið í skóla. Íþróttafólkið unga sest á skólabekk en æfir þess utan líkt og um atvinnumenn í íþróttinni sé að ræða.

Í samtali við Brian Sciaretta, blaðamann á New York Times síðastliðið haust, lét Aron vel af veru sinni vestanhafs. Líklegt má telja að æfingar hans vestanhafs hafi hjálpað honum í framhaldinu. Um haustið spilaði hann sinn fyrsta leik í efstu deild aðeins 17 ára.

Aron skoraði þrjú mörk í fimm leikjum undir lok síðustu leiktíðar.Nordicphotos/Getty
Ljóst er að íslenska karlalandsliðið þarf að óbreyttu að sjá á eftir frábærum sóknarmanni. Aroni hefur verið boðið til æfinga með bandaríska landsliðinu fyrir leik gegn Bosníu 14. ágúst.

Ferill Arons er rakin í máli og texta hér að neðan allt frá fæðingu til þess dags er Knattspyrnusamband Bandaríkjanna fagnaði ákvörðun kappans. Hægt er að sjá úttekina í betri upplausn í Fréttablaðinu, sjá hér.

Ferill Arons Jóhannssonar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×