Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 0-4 Árni Jóhannsson á Nettóvellinum skrifar 20. júlí 2013 15:15 Keflvíkingar tóku á móti liði FH í dag í Pepsi-deild karla þar sem piltarnir úr Kaplakrikanum spiluðu eins og þeir sem valdið hafa. Hafnfirðingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru eftir sex mínútur búnir að ná sér í þrjár hornspyrnur og eiga þrjú skot að marki heimamanna. Tíu mínútum síðar, á 15. mínútu, skilaði pressa FH-inga sér þegar Guðmann Þórisson skoraði mark eftir enn eina hornspyrnu gestanna. Ingimundur Níels Óskarsson tók hornspyrnuna og sendi boltann inn á miðjan teig Keflvíkinga þar sem Guðmann var mættur og stýrði boltanum með sólanum í markhornið framhjá markverði heimamanna. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks náðu Keflvíkingar aðeins að hressa upp á spilið sitt en gestirnir héldu um taumana án þess þó að bæta við fleiri mörkum og var staðan því 0-1 FH í vil þegar gengið var til búningsklefa. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, það er að segja FH-ingar voru með öll völd á vellinum og eftir einungis fjögurra mínútna leik var Björn Daníel Sverrisson búinn að tvöfalda forystu gestanna. Aftur kom markið eftir hornspyrnu en nú var það Sam Tillen sem spyrnti boltanum inn á miðjan teig og Björn kastaði sér fram af miklu harðfylgi og skallaði boltann í net heimamanna. Atli Viðar Björnsson sá síðan um að gulltryggja sigur FH þegar hann bætti við tveimur mörkum með tíu mínútna millibili. Fyrst á 62. mínútu eftir stungusendingu frá Ingimundi Níels og síðan á 72. mínútu þegar Ólafur Páll Snorrason komst upp að endamörkum heimamanna og renndi boltanum út í teig. Þar kom Atli Viðar aðvífandi og þrumaði boltanum í slánna og inn. Sigur gestanna var sanngjarn en leikur Keflvíkinga var ekki mikið fyrir augað og geta þeir verið ánægðir með að fá ekki á sig fleiri mörk en þau fjögur sem FH skoraði í dag. Með sigrinum lyftu FH-ingar sér upp á topp deildarinnar en Keflvíkingar eru enn í níunda sæti deildarinnar. Heimir Guðjónsson: Okkur líður best á toppnum„Ég er mjög ánægður með dagsverkið, við byrjuðum leikinn vel og höfðum góð tök á honum. Það voru bara 10-15 mínútur í seinni hálfleik sem mér fannst við detta aðeins niður, annars var þetta sanngjarn sigur og flottur leikur hjá FH liðinu“, sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH þegar hann var spurður um leik sinna manna við Keflavík í dag. Heimir sagðist hafa átt von á meiri mótspyrnu frá Keflvíkingum í dag „Ég átti von á meiri mótspyrnu en þegar við komumst í 1-0 þá fannst mér við ná öllum tökum á leiknum“ og bætti við að það hafði verið gott að geta tekið Atla Guðnason, Björn Daníel Sverrisson og Kristján Gauta Emilsson af velli og hvílt þá fyrir komandi Evrópuleik á móti FC Ekranas frá Litháen. „Okkur líður alltaf best á toppnum og við töluðum um það fyrir leikinn að við vildum fara þangað og gerðum það“, bætti Heimir við um stöðuna í deildinni en FH situr á toppi deildarinnar með 26 stig. Kristján Guðmundsson: Vorum of ragir í byrjunÞegar Kristján Guðmundsson var spurður að því hvar munurinn á liðunum lá sagði hann: „FH spilaði mjög góðann leik og við spiluðum mjög slakann leik. Við fáum náttúrulega á okkur fyrstu tvö mörkin úr horni og það er óþolandi.“ „Það er ágætt að við sköpum okkur einhver færi en boltinn vildi ekki inn. Byrjunin hjá okkur var ekki nógu góð, við bökkuðum alltof langt aftur“, sagði Kristján um færin sem Keflavík sköpuðu sér í stöðunni 0-1. Um fimm manna vörn heimamanna hafði Kristján þetta að segja: „Það voru ákveðin atriði sem við vorum að reyna með varnarlínunni, aðeins að fá menn til að hugsa á æfingum og að fá hávaxnari menn fyrir framan Bergstein í markinu. Þið sáuð hvernig FH-ingarnir stilltu upp í öllum hornum með því að hrúga mönnum á markvörðinn og það var ein af hugsununum en við vorum bara of ragir í byrjun. Við fáum á okkur þrjú horn á fyrstu mínútunum og þeir skora mark úr einu þeirra.“ Um leikmannamarkaðinn sagði Kristján að Keflvíkingar myndu reyna að sækja leikmenn ásamt þeim leikmönnum sem komnir væru nú þegar. Þar átti hann við Daníel Gylfason og markvörðinn Aron Elís Árnason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Keflvíkingar tóku á móti liði FH í dag í Pepsi-deild karla þar sem piltarnir úr Kaplakrikanum spiluðu eins og þeir sem valdið hafa. Hafnfirðingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru eftir sex mínútur búnir að ná sér í þrjár hornspyrnur og eiga þrjú skot að marki heimamanna. Tíu mínútum síðar, á 15. mínútu, skilaði pressa FH-inga sér þegar Guðmann Þórisson skoraði mark eftir enn eina hornspyrnu gestanna. Ingimundur Níels Óskarsson tók hornspyrnuna og sendi boltann inn á miðjan teig Keflvíkinga þar sem Guðmann var mættur og stýrði boltanum með sólanum í markhornið framhjá markverði heimamanna. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks náðu Keflvíkingar aðeins að hressa upp á spilið sitt en gestirnir héldu um taumana án þess þó að bæta við fleiri mörkum og var staðan því 0-1 FH í vil þegar gengið var til búningsklefa. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, það er að segja FH-ingar voru með öll völd á vellinum og eftir einungis fjögurra mínútna leik var Björn Daníel Sverrisson búinn að tvöfalda forystu gestanna. Aftur kom markið eftir hornspyrnu en nú var það Sam Tillen sem spyrnti boltanum inn á miðjan teig og Björn kastaði sér fram af miklu harðfylgi og skallaði boltann í net heimamanna. Atli Viðar Björnsson sá síðan um að gulltryggja sigur FH þegar hann bætti við tveimur mörkum með tíu mínútna millibili. Fyrst á 62. mínútu eftir stungusendingu frá Ingimundi Níels og síðan á 72. mínútu þegar Ólafur Páll Snorrason komst upp að endamörkum heimamanna og renndi boltanum út í teig. Þar kom Atli Viðar aðvífandi og þrumaði boltanum í slánna og inn. Sigur gestanna var sanngjarn en leikur Keflvíkinga var ekki mikið fyrir augað og geta þeir verið ánægðir með að fá ekki á sig fleiri mörk en þau fjögur sem FH skoraði í dag. Með sigrinum lyftu FH-ingar sér upp á topp deildarinnar en Keflvíkingar eru enn í níunda sæti deildarinnar. Heimir Guðjónsson: Okkur líður best á toppnum„Ég er mjög ánægður með dagsverkið, við byrjuðum leikinn vel og höfðum góð tök á honum. Það voru bara 10-15 mínútur í seinni hálfleik sem mér fannst við detta aðeins niður, annars var þetta sanngjarn sigur og flottur leikur hjá FH liðinu“, sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH þegar hann var spurður um leik sinna manna við Keflavík í dag. Heimir sagðist hafa átt von á meiri mótspyrnu frá Keflvíkingum í dag „Ég átti von á meiri mótspyrnu en þegar við komumst í 1-0 þá fannst mér við ná öllum tökum á leiknum“ og bætti við að það hafði verið gott að geta tekið Atla Guðnason, Björn Daníel Sverrisson og Kristján Gauta Emilsson af velli og hvílt þá fyrir komandi Evrópuleik á móti FC Ekranas frá Litháen. „Okkur líður alltaf best á toppnum og við töluðum um það fyrir leikinn að við vildum fara þangað og gerðum það“, bætti Heimir við um stöðuna í deildinni en FH situr á toppi deildarinnar með 26 stig. Kristján Guðmundsson: Vorum of ragir í byrjunÞegar Kristján Guðmundsson var spurður að því hvar munurinn á liðunum lá sagði hann: „FH spilaði mjög góðann leik og við spiluðum mjög slakann leik. Við fáum náttúrulega á okkur fyrstu tvö mörkin úr horni og það er óþolandi.“ „Það er ágætt að við sköpum okkur einhver færi en boltinn vildi ekki inn. Byrjunin hjá okkur var ekki nógu góð, við bökkuðum alltof langt aftur“, sagði Kristján um færin sem Keflavík sköpuðu sér í stöðunni 0-1. Um fimm manna vörn heimamanna hafði Kristján þetta að segja: „Það voru ákveðin atriði sem við vorum að reyna með varnarlínunni, aðeins að fá menn til að hugsa á æfingum og að fá hávaxnari menn fyrir framan Bergstein í markinu. Þið sáuð hvernig FH-ingarnir stilltu upp í öllum hornum með því að hrúga mönnum á markvörðinn og það var ein af hugsununum en við vorum bara of ragir í byrjun. Við fáum á okkur þrjú horn á fyrstu mínútunum og þeir skora mark úr einu þeirra.“ Um leikmannamarkaðinn sagði Kristján að Keflvíkingar myndu reyna að sækja leikmenn ásamt þeim leikmönnum sem komnir væru nú þegar. Þar átti hann við Daníel Gylfason og markvörðinn Aron Elís Árnason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira