Erlent

Afar og ömmur í heimsókn

Boði Logason skrifar
Carole og Michael Middleton fyrir utan spítalann í dag.
Carole og Michael Middleton fyrir utan spítalann í dag. Mynd/afp
Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins hafa fengið heimsókn á spítalann þar sem þau dvelja með nýfæddum syni sínum.

Fyrstu gestirnir voru foreldrar Katrínar, þau Carole og Michael Middleton.

Þau dvöldu hjá þeim í um klukkustund og sagði nýbakaða amman að sonurinn væri „yndislega fallegur“.  Sagði hún móður og barni heilsist mjög vel. „Þau eru bæði í góðu standi - við erum svo ánægð fyrir þeirra hönd.“

Þegar hún var spurð hvernig fyrsta knúsið hafi verið sagði hún að það hefði verið „æðislegt“. Þá neitaði hún því að nýbökuðu foreldrarnir hafi sagt henni nafnið á krónprinsinum.

Skömmu síðar heimsóttu Karl Bretaprins og Camilla kona hans litlu fjölskylduna. Karl heilsaði blaðamönnum fyrir utan spítalann og grínaðist meða að spurja þá hvort þeir hefðu beðið lengi.

Karl og Camilla dvöldu í um klukkutíma á spítalanum og sagði Karl að litli drengurinn væri alveg dásamlegur.

Þá sagði Karl við fjölmiðla að biðin eftir prinsinum færi nú að styttast, en fjölskyldan mun halda til Kensington-hallar síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×