Erlent

Hundar bútaðir niður eftir kókaínsmygl

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Málið hefur vakið mikla reiði dýraverndunarsinna.
Málið hefur vakið mikla reiði dýraverndunarsinna. mynd/afp
49 klíkumeðlimir hafa verið ákærðir á Ítalíu grunaðir um stórfellt kókaínsmygl frá Mexíkó til Mílanó. Málið þykir afar ógeðfellt en efnunum var komið fyrir inni í lifandi hundum sem fluttir voru til Ítalíu með flugi.

Dýralæknir í Mexíkó er sagður hafa neytt kókaínpakkningar ofan í hundana og þegar til Mílanó var komið voru þeir bútaðir niður og pakkningarnar fjarlægðar.

Málið hefur vakið mikla reiði dýraverndunarsinna, en talsmenn þeirra segja nær öruggt að margir hundanna hafi drepist áður en þeir komust á áfangastað. Aðeins lítilsháttar leki úr umbúðunum hefði nægt til þess að drepa þá.

Hinir grunuðu tilheyra fjórum glæpaklíkum í Mílanó sem sagðar eru viðriðnar fjölda glæpa í borginni. Þeir eru á aldrinum 19 til 37 ára og eru ríkisborgarar Ekvador, Perú og El Salvador.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×