Erlent

Heathrow lokað vegna elds í Boeing-þotu

Þessi mynd birtist á Twitter í dag.
Þessi mynd birtist á Twitter í dag.
Búið er að loka hluta Heathrow-flugvellinum eftir að eldur kviknaði í mannlausri farþegaþotu nærri flugvallarbyggingunni sjálfri. Samkvæmt fréttavef BBC er þotan af gerðinni Boeing 787 Dreamliner.

Þotan er í eigu Eþópísks flugfélags. Ekki er vitað hvað olli eldsvoðanum en framleiðendur þotunnar hafa áður lent í vandræðum vegna vélarinnar, meðal annars þurfti að kyrrsetja fimmtíu þotur af sömu gerð vegna bilunar í rafmagnskerfi vélarinnar fyrr á árinu.

Heathrow-flugvöllurinn er annasamasti flugvöllur í Evrópu. Lokað var fyrir flugumferð þar í tvær klukkustundir vegna eldsvoðans og má ætla að það hafi raskað ferðaáætlunum þúsunda farþega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×