Erlent

Obama gagnrýnir rússnesk stjórnvöld vegna Snowdens

Edward Snowden er fastur í Rússlandi eins og kunnugt er.
Edward Snowden er fastur í Rússlandi eins og kunnugt er.
Bandaríkjamenn gagnrýna stjórnvöld í Rússlandi fyrir að leyfa uppljóstraranum Edward Snowden að funda með mannréttindasamtökum.

Barack Obama Bandaríkjaforseti, kom þessum skilaboðum á framfæri við Pútín Rússlandsforseta á símafundi leiðtoganna í gær.

Snowden hefur ákveðið að sækja um pólitískt hæli í Rússlandi en rússnesk stjórnvöld segja hins vegar að engin formleg beiðni hafi borist frá uppljóstraranum.

Snowden hefur dvalið á alþjóðaflugvellinum í Moskvu í rúmar þrjár vikur. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segist hann ekki sjá eftir neinu. Hann hafi ekki greint frá persónunjósnum bandarískra stjórnvalda til að hagnast eða til að vinna með öðrum ríkjum heldur aðeins til að upplýsa um ólögmætar persónunjósnir svo hægt sé að ræða þær fyrir opnum tjöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×