Erlent

Ferðakonu rænt, nauðgað og misþyrmt

Konunni var rænt í samkvæmi og henni haldið nauðugri á hótelherbergi í sex vikur.
Konunni var rænt í samkvæmi og henni haldið nauðugri á hótelherbergi í sex vikur.
Hollenskri konu, sem var á ferðalagi um Ástralíu, var haldið fanginni í sex vikur á hóteli í Melbourne þar sem ofbeldismenn misþyrmdu henni og nauðguðu oftar en sextíu sinnum. Mannránið átti sér stað í desember á síðasta ári. Vefur Global Post greinir frá þessu.

Konan var numin á brott eftir að hafa hitt parið í partýi í borginni. Eftir sex vikur í prísundinni tókst henni svo að sleppa. Lögreglan á svæðinu hefur í fórum sínum 400 klukkustunda langar myndbandsupptökur af voðaverkunum. Þar sést hvernig henni er misþyrmt með ryksugu, kjöthníf og  gaskveikjara auk þess sem hún var þvinguð til að neyta eiturlyfja.

Málið er nú fyrir dómstólum í Ástralíu, en þau Alfio Anthony Granata, 46 ára, og Jennifer Peaston, 32 ára, eru ákærð í 179 liðum hvor. Þar á meðal fyrir mannrán, morðhótanir, 62 nauðganir og 85 líkamsárásir. Þau verða leidd fyrir dóm 30 ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×