Erlent

Segir Rússa skemmta sér allt of mikið

Æðstipresturinn íhaldssami er mikið á móti bæði skemmtanahaldi og femínistum.
Æðstipresturinn íhaldssami er mikið á móti bæði skemmtanahaldi og femínistum. MYND/AFP
Kirill, æðsti prestur rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar, sagði í ræðu í vikunni að Rússar skemmtu sér allt of mikið. Hann hvetur landa sína til að draga úr skemmtanahaldi og nýta tímann frekar til að biðja.

Hann gagnrýndi sérstaklega þann sið að fara í sumarfrí og sagði að fólk ætti að eyða frítíma sínum eins einangrað og það gæti í stað þess að njóta lífsins með öðru fólki. Er það mat prestsins að fólk ætti að dvelja í munkaklaustrum á afskekktum stöðum þegar það er í fríi frá vinnu.

Æðstipresturinn er náinn bandamaður Vladimir Pútín rússlandsfoseta. Hann er mjög íhaldssamur og hefur aldrei setið á skoðunum sínum. Í apríl á þessu ári lét hann í ljós skoðanir sínar á máli femínísku pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot, en hann sagði femínisma vera „stórhættulegt fyrirbæri“ yfir höfuð.

Hér er hægt að lesa meira um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×