Erlent

Ofsahræðsla á hnefaleikakeppni

Jakob Bjarnar skrifar
Flestir þeirra sem tróðust undir og létust voru konur.
Flestir þeirra sem tróðust undir og létust voru konur.
Að minnsta kosti 17 manns létust og 39 særðust við það að troðast undir þegar slagsmál brutust út meðal áhorfenda á hnefaleikakeppni í gær í Papau-héraði Indónesíu.

Flestir hinna látnu eru konur. Meðal hinna slösuðu eru 17 karlmenn, 13 konur og 9 börn. Slagsmálin brutust út eftir að ágreiningur reis um stigagjöf í bardaganum sem leiddi svo til þess að um 1.500 manns reyndu að flýja leikvang í Nabire-borg en þar voru aðeins tvær útgönguleiðir. Þarna voru öryggisverðir á vegum hers og lögreglu en ekki varð við neitt ráðið þegar ofsahræðsla greip um sig meðal mannfjöldans, að sögn Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×