Erlent

Ofurhugi lést í ofsaakstri

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Bill Warner lifði fyrir mótorsportið.
Bill Warner lifði fyrir mótorsportið.
Mótorhjólakappinn Bill Warner lést í gær þegar hann gerði tilraun til að ná mótorhjóli sínu upp í  483 km hraða á klukkustund. Hinn 44. ára gamli Warner missti stjórn á hjólinu, en ofsaaksturinn átti sér stað á lokaðri flugbraut í Maine í Bandaríkjunum.

Hjólið var af tegundinni Suziki Hayabusa, en því hafði verið breytt talsvert fyrir uppátækið.

Warner var með meðvitund eftir slysið og var fluttur á spítala í grendinni. Þar lést hann rúmum klukkutíma síðar.

Árið 2011 hafði Warner tekist að aka á 500 kílómetra hraða á klukkustund, og er það talið vera mesti hraði sem maður á mótorhjóli hefur náð.

Frá þessu er greint frá á vef The Idependent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×