Erlent

Lést úr raflosti er hún talaði í iPhone í hleðslu

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Ætli i-phone símar séu hættulegir?
Ætli i-phone símar séu hættulegir? MYND/GETTY
Talið er að 23 ára gömul kínversk kona hafi látist úr raflosti er hún talaði í iPhone 5 síma þegar hann var í hleðslu.

Málið hefur vakið mikla athygli í Kína, en fjölskylda konunnar hvetur fólk til að nota ekki farsíma á meðan verið er að hlaða þá.

Apple- fyrirtækið hefur gefið út yfirlýsingu til fjölskyldunnar þar sem atvikið er harmað og tekið er fram að málið verði rannsakað þar til málavextir liggja fyrir.

Síminn var keyptur í desember í fyrra, en hann er nú kominn í hendur rannsakenda málsins.

Sérfræðingar hafa bent á að það gæti verið hættulegt að nota öll ramagnstæki á meðan hleðslu stendur.

r er hægt að lesa nánar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×