Erlent

Bandaríkjamaður vaknaði sem Svíi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Skilríki benda til þess að maðurinn sé Michael Boatwright. Hann segist aftur á móti vera Svíinn Johann Ek sem talar ekki stakt orð í ensku.
Skilríki benda til þess að maðurinn sé Michael Boatwright. Hann segist aftur á móti vera Svíinn Johann Ek sem talar ekki stakt orð í ensku.
Bandaríkjamaðurinn Michael Boatwright var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fundist meðvitundarlaus á hóteli í Kaliforníu fyrr á árinu. Þar vaknaði hann sem allt annar maður.

Þegar Michael vaknaði var hann fullviss um að hann væri Svíinn Johan Ek. Hann sagðist þjást af algjöru minnisleysi og sagðist ekkert muna nema nafn sitt og þjóðerni.  Michael skilur ekki lengur ensku og talar bara sænsku, svo starfsfólk þurfti að kalla til túlk á sjúkrahúsið til að geta átt í samræðum við hann.

Maðurinn var með nokkur skilríki á sér er hann fannst, þar sem hann er skráður sem Michael Boatwright. Hann sagðist aftur á móti ekkert kannast við það nafn.

Michael, eða Johan, var greindur með tímabundið minnisleysi sem er líklega talið stafa af líkamlegu eða tilfinningalegu áfalli.

Boatwright sagðist ekkert muna eftir lífi sínu eða fjölskyldu, en starfsfólkið  hafði furðað sig á því að þegar nafn hans var slegið inn í gagnagrunn sjúkrahússins virtist sem hann ætti enga ættingja. Málið er því hið furðulegasta.

Frá þessu er greint á vef USA Today.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×