Erlent

Grikkland í lamasessi

Jakob Bjarnar skrifar
Mikill niðurskurður stendur fyrir dyrum í Grikklandi, til að mæta kröfum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins.
Mikill niðurskurður stendur fyrir dyrum í Grikklandi, til að mæta kröfum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins.
Allsherjarverkfall er brostið á í Grikklandi. Lestarsamgöngur stöðvast, flugsamgöngur riðlast og starfsfólk sjúkrahúsa er í hægagangi.

Til verkfallsins er boðað í mótmælaskyni við tilkynningar stjórnvalda þess efnis að þúsundir starfa hjá hinu opinbera verði skorin niður. Með því er verið að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsis og Evrópusambandsins um niðurskurð hins opinbera og er skilyrði fyrir lánveitingum til grikkja upp á tæpa 7 milljarða evra. Verkfallið stendur í sólarhring og er þetta í fjórða skipti á árinu sem boðað er til allsherjarverkfalls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×