Erlent

Z-40 handtekinn

Jakob Bjarnar skrifar
Háar fjárhæðir voru settar til höfuðs leiðtoga the Zetas; Z-40.
Háar fjárhæðir voru settar til höfuðs leiðtoga the Zetas; Z-40.
Mexíkóskum yfirvöldum tókst í gær að handtaka leiðtoga einhverra alræmdustu og hrottafengnustu glæpasamtaka þar í landi.

Um er að ræða Miguel Angel Trevino, sem kallaður er Z-40, en hann fer fyrir the Zetas, eiturlyfja- og glæphring. Handtakan þykir mikill sigur í baráttu forsetans Pena Nieto gegn glæpagengjum en þau eru og hafa verið plága í Mexíkó og komið meðal annars niður á ferðaþjónustu og fjárfestingu í landinu svo eitthvað sé nefnt af þeim óskunda sem gengin valda.

The Zetas eru taldir ábyrgir fyrir mörgum af verstu glæpum sem eiturlyfjahringir þar í landi hafa framið. Enda var Trevino eftirlýstur af bandarískum og mexíkóskum yfirvöldum og höfðu háar fjárhæðir verið settar til höfuðs honum. Bandarísk yfirvöld höfðu heitið 616 milljónum þeim sem gátu veitt upplýsingar sem leitt gætu til handtöku hans og mexíkósk tæpum 300 milljónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×