Erlent

Stærstu heræfingar Rússa frá tímum Sovétríkjanna

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Pútín forseti fylgist með heræfingunum.
Pútín forseti fylgist með heræfingunum. Mynd/AP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fylgist nú með viðamiklum heræfingum í Síberíu og víðar á austanverðum  hluta landsins.

Um 150 þúsund hermenn taka þátt í æfingunum. Þeir eru með fimm þúsund skriðdreka og auk þess eru notaðar 130 herþotur ásamt tugum skipa úr Kyrrahafsflota rússneska hersins.

Þetta eru stærstu og viðamestu heræfingar Rússa frá því Sovétríkin liðu undir lok fyrir rúmlega tveimur áratugum.

Anatolí Antonov, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands, segir að nágrannaríkin hafi fengið ítarlegar viðvaranir áður en æfingarnar hófust. Sérstaklega hafi Kínverjar fengið nákvæmar lýsingar á því sem til stóð.

Frá því Kalda stríðinu lauk hafa Rússar og Kínverjar þróað með sér náið samstarf í efnahagsmálum og hernaðarmálum, meðal annars til að vinna á móti áhrifum Bandaríkjanna.

Rússar hafa útvegað Kínverjum vopn og ríkin tvö hafa haldið sameiginlegar heræfingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×