Erlent

Snowden tilnefndur til Friðarverðlauna Nóbels

Jóhannes Stefánsson skrifar
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden sem hefur seinustu vikur dvalist á alþjóðaflugvellinum í Moskvu hefur nú hlotið tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels. Í tilnefningunni, sem er komin frá sænska félagsfræðiprófessornum Stefan Svallfors, segir að uppljóstranir Snowden séu hetjudáð sem hafi kostað hann sjálfan gríðarlega en gert einstaklingum um heim allan kleift að halda uppi vörnum fyrir réttindum sínum og frelsi.

Þá segir einnig í tilnefningunni að með því að veita Snowden verðlaunin mætti vega upp á móti hinni illa ígrunduðu ákvörðun um að veita Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, verðlaunin árið 2009.

Nóbelsverðlaunanefndin hefur tekið við tilnefningunni og segir að hún verði tekin til athugunar.

Þetta kemur fram á vef RT.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×