Erlent

Bitin í tvennt

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fimmtán ára stúlka lést við frönsku eyjuna Reunion í Indlandshafi í gær eftir að hákarl réðist á hana og beit hana í tvennt.

Stúlkan er sögð hafa verið minna en fimm metrum frá ströndinni þegar hákarlinn beit hana og synti á brott með hluta af líkama hennar.

Stúlkan var í sumarfríi hjá föður sínum sem vinnur skammt frá ströndinni, en hún var við köfun ásamt vinkonu sinni á bannsvæði, en mikið er um hákarla á svæðinu.

Vinkonan náði að synda í land og kalla á hjálp, en árásin er önnur banvæna hákarlaárásin við eyjuna það sem af er þessa árs.

Björgunarmenn leita að líkamsleifum stúlkunnar.mynd/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×