Erlent

Samkynhneigður aðgerðasinni pyntaður og drepinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lembembe fannst látinn á heimili sínu í gær eftir að ekkert hafði til hans spurst í tvo sólarhringa.
Lembembe fannst látinn á heimili sínu í gær eftir að ekkert hafði til hans spurst í tvo sólarhringa.
Eric Ohena Lembembe, ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks í Kamerún, fannst látinn á heimili sínu í gær.

Samtökin Human Rights Watch hafa eftir vini Lembembe að fætur hans og háls hafi verið brotnir og á líkama hans hafi einnig verið brunasár eftir straujárn.

Lembembe hafði nýverið varað við ofbeldisfullum andstæðingum samkynhneigðra, en hann var fastapenni á bloggsíðu um málefnið.

Samkynhneigð er ólögleg í Kamerún og viðurlög við henni eru allt að fimm ára fangelsisvist.

Réttindi hinsegin fólks í álfunni eru víðast hvar mjög lítil og árið 2011 voru aðgerðasinnarnir David Kato frá Úganda og Noxolo Nogwasa frá Suður Afríku myrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×