Erlent

Dauðadómur í Bangladess

Jakob Bjarnar skrifar
Ali Ahsan Mohammad Mojaheed
Ali Ahsan Mohammad Mojaheed
Stríðsdómsstóll í Bangladess dæmdi í dag leiðtoga samtaka íslamista til dauða. Dómurinn hefur vakið upp miklar deilur og hafa stuðningsmönnum leiðtogans fyrrverandi og öryggissveitum slegið saman.

Um er að ræða Ali Ahsan Mohammad Mojaheed, 65 ára gamlan yfirmann í Jamaat-e-Islami flokknum en honum er meðal annars gefið að sök fjöldamorð, að hafa látið drepa menntamenn og staðið fyrir grimmilegum pyntingum meðan borgarastyrjöld stóð yfir; frelsisstríð þegar landið var að brjótast undan yfirráðum Pakistana árið 1971.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×