Deila um ljósastaur við Fiskikónginn Ingveldur Geirsdóttir skrifar 17. júlí 2013 18:45 Ljósastaurastríð er hafið á Sogavegi. Fiskbúðareigandi vill að borgin færi ljósastaur sem viðskiptavinir hans keyra stöðugt á en fær þau svör að hann verði þá að borga brúsann. Borgin segir staurinn vera hluta af samræmdri heildarlýsingu götunnar. Við bílaplan Fiskikóngsins á Sogavegi í Reykjavík stendur ljósastaur einn sem kastljósinu hefur nú verið varpað á. Staurinn er á slæmum stað við planið og fellur vel inn í umhverfið svo viðskiptavinir fiskbúðarinnar keyra oft á hann. „Það gerist í hverri einustu viku. Ég er búinn að vera hérna í tæplega fimm ár svo það er örugglega búið að bakka á þennan staur um 250 sinnum að minnsta kosti," segir fiskikóngurinn Kristján Berg og bætir við að engin slys hafi orðið á fólki en mikið tjón á bifreiðum. Reykjavíkurborg á staurinn og hefur Kristján óskað eftir því við borgina að hann verði fjarlægður eða færður en það hefur hlotið dræmar undirtektir. „Þeir vilja að sá sem að sækir um að færa staurinn borgi og þá yrði það sennilega ég en hvers vegna á ég að borga fyrir að færa ljósastaur? Þetta er staur sem búinn að valda hér milljónatjóni fyrir borgarbúa og fólk jafnvel hætt að versla hér því staurinn er fyrir. Það er ekkert mál að færa staurinn, bara drífa sig út og moka," segir Kristján. Hann hefur óskað eftir því að fá að mála staurinn í áberandi lit svo hann sjáist betur eða setja grindverk utan um hann en má það ekki því staurinn er eign borgarinnar. Þegar haft var samband við Reykjavíkurborg fengust þær upplýsingar að borgin hafi óskað eftir því við lóðarhafa að hann skipuleggi sína lóð áður en aðhafst verði frekar í málinu. Staurinn hafi staðið þarna áratugum saman og sé hluti af samræmdri heildarlýsingu götunnar. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Ljósastaurastríð er hafið á Sogavegi. Fiskbúðareigandi vill að borgin færi ljósastaur sem viðskiptavinir hans keyra stöðugt á en fær þau svör að hann verði þá að borga brúsann. Borgin segir staurinn vera hluta af samræmdri heildarlýsingu götunnar. Við bílaplan Fiskikóngsins á Sogavegi í Reykjavík stendur ljósastaur einn sem kastljósinu hefur nú verið varpað á. Staurinn er á slæmum stað við planið og fellur vel inn í umhverfið svo viðskiptavinir fiskbúðarinnar keyra oft á hann. „Það gerist í hverri einustu viku. Ég er búinn að vera hérna í tæplega fimm ár svo það er örugglega búið að bakka á þennan staur um 250 sinnum að minnsta kosti," segir fiskikóngurinn Kristján Berg og bætir við að engin slys hafi orðið á fólki en mikið tjón á bifreiðum. Reykjavíkurborg á staurinn og hefur Kristján óskað eftir því við borgina að hann verði fjarlægður eða færður en það hefur hlotið dræmar undirtektir. „Þeir vilja að sá sem að sækir um að færa staurinn borgi og þá yrði það sennilega ég en hvers vegna á ég að borga fyrir að færa ljósastaur? Þetta er staur sem búinn að valda hér milljónatjóni fyrir borgarbúa og fólk jafnvel hætt að versla hér því staurinn er fyrir. Það er ekkert mál að færa staurinn, bara drífa sig út og moka," segir Kristján. Hann hefur óskað eftir því að fá að mála staurinn í áberandi lit svo hann sjáist betur eða setja grindverk utan um hann en má það ekki því staurinn er eign borgarinnar. Þegar haft var samband við Reykjavíkurborg fengust þær upplýsingar að borgin hafi óskað eftir því við lóðarhafa að hann skipuleggi sína lóð áður en aðhafst verði frekar í málinu. Staurinn hafi staðið þarna áratugum saman og sé hluti af samræmdri heildarlýsingu götunnar.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira