Erlent

Helsti andstæðingur Putins dæmdur fyrir fjárdrátt

Jakob Bjarnar skrifar
Navalny var brosmildur við réttarhöldin þó sakfelling væri honum ekkert skemmtiefni.
Navalny var brosmildur við réttarhöldin þó sakfelling væri honum ekkert skemmtiefni.
Helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, Alexei Navalny, var í gær fundinn sekur um fjárdrátt sem tengist viðskiptum með timbur.

Málið er talið geta komið í veg fyrir að Navalny fari fram gegn Vladimir Putin í næstu kosningum um forsetaembættið eftir fimm ár. Saksóknari fór einmitt fram á sex ára fangelsisdóm yfir Navalny en dómarinn á eftir að ákvarða hver refsingin verður.

Navalny, sem er 37 ára, vakti verulega athygli árið 2001 fyrir skelegga framgöngu í mótmælum sem þá stóðu yfir gegn Putin og spillingarmálum sem tengjast forsetanum. Navalny hefur verið talinn líklegastur til að vera þess umkominn að velta Putin úr sessi. Fylgismenn hans velkjast ekki í vafa um að ákæran og dómurinn sé liður í pólitískum ofsóknum á hendur honum sem og öllum þeim sem voga sér að gagnrýna Putin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×