Erlent

Árásum á dýr með loftrifflum fjölgar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þessir kettir misstu báðir auga eftir árásir með loftriffli.
Þessir kettir misstu báðir auga eftir árásir með loftriffli. skjáskot af vef sky news
Alls var tilkynnt um 799 loftrifflaárásir á dýr í Bretlandi á síðasta ári. Það er aukning um 40 tilfelli á milli ára.

Dýraverndunarsamtökin RSPCA búast við að árásirnar verði enn fleiri á þessu ári, en á fyrstu sex mánuðum ársins hafa 438 árásir verið tilkynntar.

Í flestum tilfellum er um villta fugla að ræða en næstalgengast er að ráðist sé á ketti, og í mörgum tilfellum hljóta dýrin banvæna áverka.

Viðurlög við árásum af þessu tagi eru allt að sex mánaða fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×