Nauðgað í Dúbaí og dæmd í fangelsi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. júlí 2013 13:23 Vinnuferð Marte Deborah Dalelv til Dúbaí breyttist skyndilega í martröð. Norsk kona var dæmd í 16 mánaða fangelsi fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands þegar hún leitaði til lögreglu í Dúbaí eftir að hafa verið nauðgað í borginni. Hin 25 ára gamla Marte Deborah Dalelv fór í vinnuferð til Dúbaí í mars síðastliðnum. Eitt kvöldið fór hún út á lífið og endaði það illa. Henni var nauðgað. Lögregluþjónar sem hún leitaði til sögðust ekki trúa henni, tóku af henni vegabréfið og vörpuðu í fangaklefa á þeim forsendum að hún hafi stundað kynmök án þess að vera gift og drukkið áfengi án heimildar. Þá héldu þeir því fram að hún hafi leitað til lögreglunnar vegna þess að hún hafi ekki verið nógu ánægð með kynlífið. Konunni var sleppt úr haldi eftir að hafa fengið að dúsa í fjóra daga í köldum fangaklefa og hefur verið í farbanni síðan. Noregur er ekki með framsalssamning við Dúbaí og því lítur allt út fyrir að hún eigi sér engrar undakomu auðið og byrji að afplána dóminn í fangelsi í Dúbaí í næstu viku. Saga Marte er ekki einsdæmi. Fyrr á árinu var ung áströlsk kona dæmd í átta mánaða fangelsi eftir að hafa leitað til lögreglu vegna hópnauðgunar sem átti sér stað á hóteli í Dúbaí. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru menn aðeins sakfelldir fyrir nauðganir ef þeir játa verknaðinn, eða ef fjórir karlkyns múslimar verða vitni að glæpnum. Samkvæmt Sharia –lögunum, sem eru við gildi í furstadæmunum, er kynlíf utan hjónabands stranglega bannað. Þá geta ógift pör sem haldast í hendur á almannafæri átt þunga refsingu yfir höfði sér. Frá þessu er greint á vef Daily Mail. Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Norsk kona var dæmd í 16 mánaða fangelsi fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands þegar hún leitaði til lögreglu í Dúbaí eftir að hafa verið nauðgað í borginni. Hin 25 ára gamla Marte Deborah Dalelv fór í vinnuferð til Dúbaí í mars síðastliðnum. Eitt kvöldið fór hún út á lífið og endaði það illa. Henni var nauðgað. Lögregluþjónar sem hún leitaði til sögðust ekki trúa henni, tóku af henni vegabréfið og vörpuðu í fangaklefa á þeim forsendum að hún hafi stundað kynmök án þess að vera gift og drukkið áfengi án heimildar. Þá héldu þeir því fram að hún hafi leitað til lögreglunnar vegna þess að hún hafi ekki verið nógu ánægð með kynlífið. Konunni var sleppt úr haldi eftir að hafa fengið að dúsa í fjóra daga í köldum fangaklefa og hefur verið í farbanni síðan. Noregur er ekki með framsalssamning við Dúbaí og því lítur allt út fyrir að hún eigi sér engrar undakomu auðið og byrji að afplána dóminn í fangelsi í Dúbaí í næstu viku. Saga Marte er ekki einsdæmi. Fyrr á árinu var ung áströlsk kona dæmd í átta mánaða fangelsi eftir að hafa leitað til lögreglu vegna hópnauðgunar sem átti sér stað á hóteli í Dúbaí. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru menn aðeins sakfelldir fyrir nauðganir ef þeir játa verknaðinn, eða ef fjórir karlkyns múslimar verða vitni að glæpnum. Samkvæmt Sharia –lögunum, sem eru við gildi í furstadæmunum, er kynlíf utan hjónabands stranglega bannað. Þá geta ógift pör sem haldast í hendur á almannafæri átt þunga refsingu yfir höfði sér. Frá þessu er greint á vef Daily Mail.
Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira