Erlent

Detroit lýsir sig gjaldþrota

Jakob Bjarnar skrifar
Detroit skuldar 18,5 billjón bandaríkjadala.
Detroit skuldar 18,5 billjón bandaríkjadala.
Stærsta borg Michigan, Detroit, lýsti yfir gjaldþroti fyrir rétti í gær.

Ef fallist verður á gjaldþrotið og borgin tekin til gjaldþrotaskipta, verður það stærsta gjaldþrot umdæmis í sögunni. Það myndi þýða að þúsundir kröfuhafa þyrftu að fara í samningaviðræður um 18,5 billjón bandaríkjadala, skuldir sem hafa sligað Detroit - þessa fyrrum þekktustu bílaframleiðsluborg Bandaríkjanna. Þriðjungur 700 þúsund íbúa borgarinnar býr undir fátæktarmörkum og einn fimmti er atvinnulaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×