Erlent

J-Lo söng fyrir harðstjóra - segist ekki hafa vitað af mannréttindabrotum

Tónlistarkonan Jennifer Lopez er harkalega gagnrýnd fyrir að hafa spilað í einkasamkvæmi kínverska olíurisans China National Petroleum Corp. í Túrkmenistan síðasta laugardagskvöld. Á meðal gesta var leiðtogi landsins, Gurbanguly Berdimuhamedow.
Tónlistarkonan Jennifer Lopez er harkalega gagnrýnd fyrir að hafa spilað í einkasamkvæmi kínverska olíurisans China National Petroleum Corp. í Túrkmenistan síðasta laugardagskvöld. Á meðal gesta var leiðtogi landsins, Gurbanguly Berdimuhamedow.
Tónlistarkonan Jennifer Lopez er harkalega gagnrýnd fyrir að hafa spilað í einkasamkvæmi kínverska olíurisans China National Petroleum Corp. í Túrkmenistan síðasta laugardagskvöld. Á meðal gesta var leiðtogi landsins, Gurbanguly Berdimuhamedow.

Skáknillingurinn Gary Kasparov gagnrýnir tónlistarkonuna harkalega á Facebook-síðu sinni, og spyr hversu lágt hún geti lagst (e. How J-Lo can you go? J-Lower!)

Túrkmenistan hefur verið skilgreint af alþjóðlegu mannréttindavaktinni (Human Rights Watch) sem eitt af kúguðust ríkjum veraldar.

Huffington post fjallar einnig um málið en þar er haft eftir upplýsingafulltrúa tónlistarkonunnar að hún hafi ekki vitað um vandamál ríkisins varðandi mannréttindi, og hefði hún vitað af þeim hefði hún ekki spilað á tónleikunum.

J-Lo er ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem er harðlega gagnrýndur fyrir að spila fyrir harðstjóra og einstaklinga tengdum harðstjórum, en tónlistarmennirnir Beyonce, Nelly Furtado, 50 Cent, Mariah Carey og Usher voru greiddar háar upphæðir fyrir að spila í áramótagleði sona Muammar Gaddafi. Öll afsökuðu þau sig á eftir og lofuðu að ágóðinn af tónleikahaldinu myndu renna til góðgerðamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×