Fara gegn ráðleggingum og banna Khat Jóhannes Stefánsson skrifar 3. júlí 2013 13:01 Khat veldur vægum örvunaráhrifum, líkt og koffein gerir. Bresk yfirvöld hyggjast banna örvandi efnið Khat, þrátt fyrir að nefnd um þarlend fíkniefnamál leggist gegn banninu. Fíkniefnanefndin (Advisory Council on the Misuse of Drugs) gaf í janúar út skýrslu þar sem „ónæg sönnunargögn" lægju fyrir um að efnið væri skaðlegt heilsu. Þrátt fyrir þetta sagði innanríkisráðherra Breta, Theresa May, að hættueiginleikar efnisins hefðu líkast til verið vanmetnir og því væri rétt að banna það. Efnið verður því skilgreint sem fíkniefni í flokki C, en fíkniefni eru flokkuð í flokka eftir ætlaðri skaðsemi þeirra í Bretlandi. Efnið verður í flokk með anabolískum sterum og ketamíni. Khat hefur þegar verið bannað víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada. Bannið er hinsvegar ekki einungis til komið vegna meintra hættueiginleika efnisins heldur einnig vegna þess að þarlend stjórnvöld óttast að verði ekkert að gert muni það vera flutt í gegnum landið í miklum mæli til Evrópu.„Veldur miklum samfélagsvanda"Efnið er gjarnan notað í Eþíópíu, Sómalíu og Jemen, þar sem það er ræktað. Í skýrslu fíkniefnanefndarinnar kemur fram að efnið veldur „vægum örvunaráhrifum sem eru miklu minni en gildir um önnur örvandi lyf á borð við amfetamín." Þá segir í skýrslunni að „engin gögn" bentu til þess að efnið væru tengd alvarlegri eða skipulagðri glæpastarfsemi. Hið opinbera hefur sagt að skýrsla nefndarinnar geri lítið úr hættu efnisins einmitt vegna þess að sönnunargögn skorti sem sýni fram á hættu þess fyrir samfélög. Sómalskir hópar á bretlandi hafa sagt efnið „valda miklum samfélagsvanda" þar sem það ylli heilsufarsvandamálum og fjölskylduörðugleikum. Fíkniefnanefndin sagði að fráhvarfseinkenni af efninu væru slappleiki og þunglyndi og mældu með því að heilbrigðisyfirvöld myndu upplýsa fólk um það. Innanríkisráðuneyti Bretlands segir banninu ætlað að „vernda viðkvæma einstaklinga samfélaga" og yrði komið á koppinn „við fyrsta tækifæri." Þetta kemur fram á vef BBC. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Bresk yfirvöld hyggjast banna örvandi efnið Khat, þrátt fyrir að nefnd um þarlend fíkniefnamál leggist gegn banninu. Fíkniefnanefndin (Advisory Council on the Misuse of Drugs) gaf í janúar út skýrslu þar sem „ónæg sönnunargögn" lægju fyrir um að efnið væri skaðlegt heilsu. Þrátt fyrir þetta sagði innanríkisráðherra Breta, Theresa May, að hættueiginleikar efnisins hefðu líkast til verið vanmetnir og því væri rétt að banna það. Efnið verður því skilgreint sem fíkniefni í flokki C, en fíkniefni eru flokkuð í flokka eftir ætlaðri skaðsemi þeirra í Bretlandi. Efnið verður í flokk með anabolískum sterum og ketamíni. Khat hefur þegar verið bannað víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada. Bannið er hinsvegar ekki einungis til komið vegna meintra hættueiginleika efnisins heldur einnig vegna þess að þarlend stjórnvöld óttast að verði ekkert að gert muni það vera flutt í gegnum landið í miklum mæli til Evrópu.„Veldur miklum samfélagsvanda"Efnið er gjarnan notað í Eþíópíu, Sómalíu og Jemen, þar sem það er ræktað. Í skýrslu fíkniefnanefndarinnar kemur fram að efnið veldur „vægum örvunaráhrifum sem eru miklu minni en gildir um önnur örvandi lyf á borð við amfetamín." Þá segir í skýrslunni að „engin gögn" bentu til þess að efnið væru tengd alvarlegri eða skipulagðri glæpastarfsemi. Hið opinbera hefur sagt að skýrsla nefndarinnar geri lítið úr hættu efnisins einmitt vegna þess að sönnunargögn skorti sem sýni fram á hættu þess fyrir samfélög. Sómalskir hópar á bretlandi hafa sagt efnið „valda miklum samfélagsvanda" þar sem það ylli heilsufarsvandamálum og fjölskylduörðugleikum. Fíkniefnanefndin sagði að fráhvarfseinkenni af efninu væru slappleiki og þunglyndi og mældu með því að heilbrigðisyfirvöld myndu upplýsa fólk um það. Innanríkisráðuneyti Bretlands segir banninu ætlað að „vernda viðkvæma einstaklinga samfélaga" og yrði komið á koppinn „við fyrsta tækifæri." Þetta kemur fram á vef BBC.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira