Erlent

Nýjar vísbendingar borist til lögreglu - Madeleine McCann mögulega á lífi

Boði Logason skrifar
"Það hafa engar haldbærar sannanir borist til okkar um að hún sé ekki á lífi. Á þeim forsendum trúum við því að möguleiki sé að hún sé enn á lífi. Og því vil ég ennþá biðja almenning um að hafa augun opin.“
"Það hafa engar haldbærar sannanir borist til okkar um að hún sé ekki á lífi. Á þeim forsendum trúum við því að möguleiki sé að hún sé enn á lífi. Og því vil ég ennþá biðja almenning um að hafa augun opin.“ Mynd/365
Breska lögregluyfirvöld segjast hafa fengið nýjar vísbendingar í leitinni að Madeleine McCann og hugsanlegt sé að finna hana á lífi.

Madeleine McCann var rænt í Portúgal í byrjun maí árið 2007. Ekkert hefur spurst til hennar síðar, en ránið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim síðustu sex ár.

Foreldrar hennar fagna því að breska lögregluyfirvöld ætli að halda áfram með rannsóknina. Lögreglan segist hafa þrjátíu og átta menn til rannsóknar, sem grunaðir eru um að hafa tengst hvarfi litlu stelpunnar. Enginn af þeim hefur áður verið grunaður í málinu.

Lögreglan segist ætla að yfirheyra mennina, en tólf af þeim eru breskir ríkisborgarar.

„Við höfum verið í sérkennilegri aðstöðu síðustu tvo ár, þar sem lögregluyfirvöld í Bretlandi, Portúgal, auk einkaspæjara, hafa verið að rannsaka málið,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Andy Redwood í dag.

Lögregluyfirvöld rannsaka málið enn þá þeim grundvelli á Madeleine sé á lífi.

„Það hafa engar haldbærar sannanir borist til okkar um að hún sé ekki á lífi. Á þeim forsendum trúum við því að möguleiki sé að hún sé enn á lífi. Og því vil ég biðja almenning um að hafa augun opin.“

Madeleine var þriggja ára þegar henni var rænt úr rúmi sínu í Portúgal. Hún er í dag orðin 9 ára gömul.

Foreldrar hennar fagna því að rannsókn á málinu sé hafin á ný.

„Það er klárlega stórt skref til að komast að því hvað gerðist þennan dag, og vonandi, verður hægt að dæma þá sem bera ábyrgð á hvarfi hennar,“ segir talsmaður þeirra við breska fjölmiðla í dag.

Sky News greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×