Tveir látnir eftir berserksgang hnífamanns í Svíþjóð Kristjana Arnarsdóttir skrifar 7. júlí 2013 19:15 Lögreglan skaut manninn í miðbæ Varberg í dag. Mynd/Aftonbladet Maður vopnaður hnífi gekk berserksgang í bænum Varberg í Svíþjóð í dag. Maðurinn, sem er 24 ára, stakk tvo menn og eina konu, en konan lést af sárum sínum. Hún var 85 ára. Lögreglan yfirbugaði árásarmanninn en þegar hann neitaði að losa sig við hnífinn skaut hún manninn. Hann lést á sjúkrahúsi af sárum sínum. „Hann vildi ekki sleppa hnífnum. Við hleyptum af viðvörunarskotum en svo urðum við að grípa til örþrifaráða,“ sagði yfirlögregluþjónn Halland-lögreglunnar í dag. Það var um klukkan 10 í morgun að lögreglan í Varberg fékk tilkynningu um að maður hefði verið stunginn úti á miðri götu í bænum. Þegar lögreglan mætti á vettvang kom í ljós að fórnarlömbin voru fleiri og um klukkustund síðar kom önnur tilkynning um hnífsstungu, þá innanhúss. Þar hafði 18 ára strákur verið stunginn á heimili sínu á meðan hann svaf. „Nágrannar mínir sögðu að það væri strákur með hníf sem hljóp um og tók í hurðarhúna. Ég heyrði að hann hefði stungið aldraða konu og strák sem lá sofandi í rúmi sínu,“ sagði vitni við sænska blaðið Aftonbladet í morgun. 72 ára gömul kona sem býr í götunni var óttaslegin. „Þetta var rosalegur sunnudagsmorgunn. Skyndilega heyrast skothvellir, í litlu götunni okkar. Það var skotið, lögreglan hrópaði og kallaði og þyrla sveimaði fyrir ofan húsið. Þetta var eins og sirkus.“ Ástæða árásarinnar er óljós en lögreglan leitar enn vitna að atburðarrásinni. Ingrid Ljuggren, sem stýrir rannsókn lögreglu, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi þekkt fórnarlömbin. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frétt Aftonbladet um málið. Við vörum viðkvæma við myndbandi sem þar má finna. Í myndbandinu má sjá lögreglu skjóta manninn. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Maður vopnaður hnífi gekk berserksgang í bænum Varberg í Svíþjóð í dag. Maðurinn, sem er 24 ára, stakk tvo menn og eina konu, en konan lést af sárum sínum. Hún var 85 ára. Lögreglan yfirbugaði árásarmanninn en þegar hann neitaði að losa sig við hnífinn skaut hún manninn. Hann lést á sjúkrahúsi af sárum sínum. „Hann vildi ekki sleppa hnífnum. Við hleyptum af viðvörunarskotum en svo urðum við að grípa til örþrifaráða,“ sagði yfirlögregluþjónn Halland-lögreglunnar í dag. Það var um klukkan 10 í morgun að lögreglan í Varberg fékk tilkynningu um að maður hefði verið stunginn úti á miðri götu í bænum. Þegar lögreglan mætti á vettvang kom í ljós að fórnarlömbin voru fleiri og um klukkustund síðar kom önnur tilkynning um hnífsstungu, þá innanhúss. Þar hafði 18 ára strákur verið stunginn á heimili sínu á meðan hann svaf. „Nágrannar mínir sögðu að það væri strákur með hníf sem hljóp um og tók í hurðarhúna. Ég heyrði að hann hefði stungið aldraða konu og strák sem lá sofandi í rúmi sínu,“ sagði vitni við sænska blaðið Aftonbladet í morgun. 72 ára gömul kona sem býr í götunni var óttaslegin. „Þetta var rosalegur sunnudagsmorgunn. Skyndilega heyrast skothvellir, í litlu götunni okkar. Það var skotið, lögreglan hrópaði og kallaði og þyrla sveimaði fyrir ofan húsið. Þetta var eins og sirkus.“ Ástæða árásarinnar er óljós en lögreglan leitar enn vitna að atburðarrásinni. Ingrid Ljuggren, sem stýrir rannsókn lögreglu, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi þekkt fórnarlömbin. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frétt Aftonbladet um málið. Við vörum viðkvæma við myndbandi sem þar má finna. Í myndbandinu má sjá lögreglu skjóta manninn.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira