Skjölunum um bin Laden forðað Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júlí 2013 09:14 Bandaríkjaforseti ásamt William H. McRaven, sem stjórnaði aðgerðum þegar bin Laden var drepinn vorið 2011. Mynd/AP Bandarísk stjórnvöld hafa látið hreinsa öll skjöl um árásina á heimili Osama bin Ladens í Pakistan vorið 2011 úr tölvum varnarmálaráðuneytisins í Pentagon. Þess í stað hafa þau verið flutt í höfuðstöðvar leyniþjónustunnar CIA, þar sem auðveldara er að tryggja að þau verði aldrei gerð opinber. Þetta kemur fram í skýrslu endurskoðunarmanna, sem voru að athuga hvort stjórn Baracks Obama hafi veitt kvikmyndagerðarmönnum, sem voru að gera bíómynd „Zero Dark Thirty” um þennan leiðangur, óvenju mikinn aðgang að heimildarmönnum. Preston Golson, talsmaður CIA, segir ekkert hæft í því að skjölin hafi verið flutt í þeim tilgangi að komast fram hjá ákvæðum upplýsingalaga. Varnarmálaráðuneytið gat hins vegar, eftir að skjölin voru farin þaðan, svarað formlegum fyrirspurnum frá AP fréttastofunni þannig, að ekkert fyndist í fórum ráðuneytisins um leiðangur sérsveitarmanna hersins, sem drápu hryðjuverkaleiðtogann. Fréttastofan sendi fjölda fyrirspurna til ráðuneytisins fljótlega eftir árásina, en óljóst er nákvæmlega hvenær þau voru flutt þaðan. Golson segir skjölin eiga heima hjá CIA, þar sem árásinni var stjórnað af mönnum frá CIA þótt sérsveitarmenn hersins hafi framkvæmt hana. Varnarmálaráðuneytið getur neitað að láta af hendi skjöl, og borið fyrir sig öryggisatriðum, en leita má til dómstóla til að fá slíkri neitun hnekkt. Leyniþjónustan CIA hefur hins vegar heimildir til að halda eftir skjölum, og ekki er hægt að fara með ákvarðanir um slíkt til úrskurðar hjá dómstólum. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa látið hreinsa öll skjöl um árásina á heimili Osama bin Ladens í Pakistan vorið 2011 úr tölvum varnarmálaráðuneytisins í Pentagon. Þess í stað hafa þau verið flutt í höfuðstöðvar leyniþjónustunnar CIA, þar sem auðveldara er að tryggja að þau verði aldrei gerð opinber. Þetta kemur fram í skýrslu endurskoðunarmanna, sem voru að athuga hvort stjórn Baracks Obama hafi veitt kvikmyndagerðarmönnum, sem voru að gera bíómynd „Zero Dark Thirty” um þennan leiðangur, óvenju mikinn aðgang að heimildarmönnum. Preston Golson, talsmaður CIA, segir ekkert hæft í því að skjölin hafi verið flutt í þeim tilgangi að komast fram hjá ákvæðum upplýsingalaga. Varnarmálaráðuneytið gat hins vegar, eftir að skjölin voru farin þaðan, svarað formlegum fyrirspurnum frá AP fréttastofunni þannig, að ekkert fyndist í fórum ráðuneytisins um leiðangur sérsveitarmanna hersins, sem drápu hryðjuverkaleiðtogann. Fréttastofan sendi fjölda fyrirspurna til ráðuneytisins fljótlega eftir árásina, en óljóst er nákvæmlega hvenær þau voru flutt þaðan. Golson segir skjölin eiga heima hjá CIA, þar sem árásinni var stjórnað af mönnum frá CIA þótt sérsveitarmenn hersins hafi framkvæmt hana. Varnarmálaráðuneytið getur neitað að láta af hendi skjöl, og borið fyrir sig öryggisatriðum, en leita má til dómstóla til að fá slíkri neitun hnekkt. Leyniþjónustan CIA hefur hins vegar heimildir til að halda eftir skjölum, og ekki er hægt að fara með ákvarðanir um slíkt til úrskurðar hjá dómstólum.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira