Erlent

Kjúklingaræktun reynist "hipsterum" ofviða

Jóhannes Stefánsson skrifar
Gagnrýnendur halda því fram að svokallaðir "hipster-bændur" taki of stórt upp í sig þegar þeir vilja halda hænur í görðum sínum.
Gagnrýnendur halda því fram að svokallaðir "hipster-bændur" taki of stórt upp í sig þegar þeir vilja halda hænur í görðum sínum. Getty
Fjöldi hænsna sem eru skilin eftir í dýraathvörfum vestanhafs hefur stóraukist eftir að ræktun þeirra innan borgarmarka var gefin frjáls.

Svo virðist sem tískustraumur hafi gripið um sig þar sem fjöldi fólks tók því fegins hendi að geta haldið sínar eigin hænur í görðum innan borgarmarka. Margir virðast þó ekki hafa áttað sig á vinnunni sem fylgdi því að halda hænsn, og hafa brugðið á það ráð að skilja þau eftir í hrönnum í dýraathvörfum.

Gagnrýnendur kalla hina nýja bændur „hipster-bændur" sem ekki átti sig á umfangi verksins. „Þú færð hænsnaunga sem eru ofboðslega sætir, en það virkar ekki þannig að þú getir bara hent þeim út í garð án þess að þurfa að hafa fyrir þeim," segir Paul Shapiro, talsmaður dýraverndarsamtakanna Humane Society of the United States.

„Fólk hefur ekki hugmynd um hvað það er að gera. Það er þessi menning í gangi þar sem fólk sem veit ekkert hvað það er að gera er að kenna hvaða bjána sem er," segir Mary Britton Clouse hjá Chicken Run Rescue, sem rekur athvarf fyrir hænur.

Þetta kemur fram á vef Inquisitr og NBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×