Erlent

Króatar við þröskuld Evrópusambandsins

Jóhannes Stefánsson skrifar
Króatar eru 28. ríkið til að ganga í Evrópusambandið.
Króatar eru 28. ríkið til að ganga í Evrópusambandið. AFP
Króatía verður 28. landið til að ganga í sambandið á miðnætti í kvöld en króatar sóttu um árið 2003. Innganga króata markar vatnaskil í landinu sem er enn að jafna sig eftir stríð sem blossaði upp eftir að Króatía lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu.

Innganga króata er þó blendin tilfinningum í ljósi þess að efnahagsástandið í Evrópu er ekki eins og best verður kosið sem hefur leitt til þess að stuðningur við inngönguna hefur farið dvínandi.

„Sjáðu bara hvað er að gerast á Grikklandi og Spáni! Er þetta vegferðin sem við erum á?" sagði lífeyrisþeginn Pavao Brkanovic í samtali við fréttastofuna Reuters. „Þú þarft sjónhverfingar til að vera glaður, en þessar sjónhverfingar eru fyrir löngu horfnar."

Erfitt aðlögunarferli

„Í upphafi fannst mér eins og vandamálin myndu leystast í einni svipan og við yrðum komin inn í Evrópusambandið mjög fljótt," sagði forsætisráðherra króata, Zoran Milanovic, á Evrópuþinginu í vikunni. „Síðan braust út stríð og þetta hefur ekki gengið í gegn fyrr en nú."

Króatía hefur seinustu sjö ár þurft að taka verulega til í ríkisfjármálum hjá sér til að uppfylla skilyrði Evrópusambandsins. Að sama skapi hafa króatar þurft að beita sér mjög gegn spillingu en fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Ivo Sanader, var til að mynda dæmdur í fangelsu fyrir vikið.

Angela Merkel sá sér þó ekki fært að vera viðstödd athöfn sem verður vegna ingöngunnar í höfuðborginni, Zagreb, nú í kvöld.

Nánar er sagt frá málinu á vef Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×